-Auglýsing-

Talan sjö er lykillinn að vellíðan

Árum saman hafa vísindamenn reynt að komast að því hvað geti talist heilbrigður svefn. Ný bandarísk rannsókn leiðir í ljós að sjö klukkustunda nætursvefn er ákjósanlegur til að halda hjartasjúkdómum í skefjum.

Þeir sem víkja langt út af sjö stunda svefni auka líkurnar á hjartasjúkdómum, segir í niðurstöðum rannsóknarinnar sem birtist í fagtímaritinu Sleep. Þeir sem sofa fimm klukkutíma á sólarhring eða skemur eru í sérstakri hættu á að fá hjartasjúkdóma, og eru blundar yfir daginn þar með taldir.

-Auglýsing-

Mesti áhættuhópurinn eru einstaklingar undir 60 ára aldri sem sofa 5 tíma á sólarhring eða skemur. Þeir eru þrisvar sinnum líklegri til að veikjast heldur en þeir sem sofa sjö klukkustundir.

Hinir kúrelsku ættu sömuleiðis að taka þessar tölur til sín, því líkurnar á hjartasjúkdómum stóraukast hjá þeim sem sofa 9 klukkustundir á dag eða lengur.  

Vísindamenn við  ríkisháskólann í Vestur-Virginíu gerðu rannsóknina þar sem svefnvenjur 30 þúsund einstaklinga voru skoðaðar.

www.pressan.is 03.08.2010

- Auglýsing-

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-