-Auglýsing-

Heilbrigði og þyngd fara ekki alltaf saman

Dr. Katherine Flegal og dr. Linda Bacon hafa báðar rannsakað samband þyngdar og heilsu, á ólíkan hátt þó. Rannsóknir þeirra hafa meðal annars leitt í ljós að offita tengist færri dauðsföllum en áður hefur verið talið. Þær flytja erindi á málþingi í Háskólanum í Reykjavík í dag. Málþingið hefst klukkan 13.

“Offita hefur vissulega aukist á síðustu árum, en lífslíkur hafa líka lengst og fólki með hjarta- og æðasjúkdóma hefur fækkað. Þetta er því mynd sem ekki er auðvelt að púsla saman,” segir dr. Katherine Flegal. Hún segir að þegar tenging á þyngd við dánartíðni var rannsökuð hafi dánartíðnin verið mun lægri en búist hafði verið við. “Við skoðuðum sambandið á milli allra þessara þátta. Það eru margar rannsóknir sem styðja þetta en þó kemur þetta fólki enn á óvart, meðal annars vegna þess að ofþyngd er talin svo neikvæð.”

Rannsóknirnar beindust einnig að því að kanna tengsl þyngdar við ýmsa sjúkdóma. “Það var engin tenging á milli þyngdar og krabbameins, bara ekki neitt samband þar á milli. Offita hefur svo verið tengd við hjarta- og æðasjúkdóma en við fundum ekkert sem benti til þess,” segir Katherine. Þegar skoðaðir eru aðrir sjúkdómar sem valda um fjörutíu prósentum dauðsfalla í Bandaríkjunum, bendi margt til þess að því þyngra sem fólk var þeim mun líklegra var það til að lifa sjúkdómana af.

“Rannsóknir dr. Flegal sýna að þær heilbrigðishættur sem talað er um að skapist vegna offitu eru mikið ýktar,” segir dr. Linda Bacon. “Þyngd er í raun ekki eins mikið áhyggjuefni og við erum látin halda. En það að vera of þungur er erfitt fyrir fólk því það verður fyrir fordómum, og þeir sem eru ekki of þungir lifa í stöðugum ótta við fitu. Þetta verður til þess að við verðum hrædd við mat og eigum óheilbrigt samband við líkama okkar.”

Dr. Bacon hefur gert rannsóknir með það að markmiði að láta fólk sætta sig við líkama sinn og treysta því sem hann segir í stað þess að megra sig. Niðurstöðurnar segir hún hafa verið ótrúlegar. “Kólesteról og blóðþrýstingur lækkaði, fólk valdi betri mat og hreyfði sig meira, þunglyndi þeirra minnkaði og það var ánægðara með sjálft sig – um leið og við færðum áhersluna frá þyngdinni.” Bæði dr. Bacon og dr. Flegal eru svo sammála um hvert aðalatriði heilsuverndar eigi að vera. “Það er mikilvægast að fá fólk til að gera sér grein fyrir því að þyngd og heilsa fer ekki alltaf saman.”

thorunn@frettabladid.is

- Auglýsing-

Fréttablaðið 29.05.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-