-Auglýsing-

Rætt um sjúkratryggingar á Alþingi

Fjörutíu og þrjú mál eru á dagskrá Alþingis á fundi, sem hófst klukkan 10. Samkvæmt starfsáætlun er þetta síðasti starfsdagur þingsins í vor og hefur náðst samkomulag milli stjórnar og stjórnarandstöðu um afgreiðslu mála.

Nú stendur yfir önnur umræða um stjórnarfrumvarp um sjúkratryggingar. Í samkomulaginu felst, að málið verður ekki afgreitt í vor heldur vísað til nefndar í sumar og afgreitt í haust þegar þing kemur saman. Einnig er gert ráð fyrir að fresta nokkrum umdeildum málum, svo sem frumvarpi um lífeyrissjóði en að skólafrumvörp verði hins vegar afgreidd.

-Auglýsing-

Ásta Möller, formaður heilbrigðisnefndar þingsins, sagði þegar hún mælti fyrir áliti meirihluta nefndarinnar um sjúkratryggingafrumvarpið í dag, að með því sé unnt að stuðla að gæðum heilbrigðisþjónustunnar og hagkvæmum rekstri hennar en jafnframt verði tryggt að allir hafi jafnan aðgang að henni, óháð efnahag. Sagði Ásta, að langflestir þeirra, sem sendu nefndinni umsagnir um frumvarpið, lýsi þeirri skoðun að frumvarpið sé mikið framfaraskref.

Valgerður Sverrisdóttir, sem situr í heilbrigðisnefnd fyrir Framsóknarflokk, sagði hins vegar að nái frumvarpið fram að ganga megi ætla að það leiði til einkavæðingar heilbrigðisþjónustunnar. Bresk rannsókn bendi til að ef efnt er til samkeppni um heilbrigðisþjónustu á markaði sem snýst um verð þjónustunnar, geti það aukið dánartíðni sjúklinga vegna aðgerða. Allt bendi til að verði frumvarpið að lögum muni það leiða til aukins heildarkostnaðar við heilbrigðisþjónustuna almennt.

„Með tilliti til þeirra orða forsætisráðherra að með stjórnarsamstarfi við Samfylkinguna sé hægt að ná fram breytingum í heilbrigðismálum sem ekki væri mögulegt með öðrum stjórnmálaflokkum bendir allt til að með þessu frumvarpi um sjúkratryggingar séu uppi áform um grundvallarbreytingar,” sagði Valgerður. Bætti hún við, að þingmenn Framsóknarflokksins vilji ekki bera ábyrgð á þeim breytingum og muni því sitja hjá við lokaafgreiðslu málsins.

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, sagði að í frumvarpinu væri ekkert sem leiddi til einkavæðingar og Samfylkingin muni aldrei fallast á slíkt.

- Auglýsing-

Þingmenn VG skiluðu séráliti um frumvarpið. Átelja þeir hve seint málið kom fram á þinginu og hve vanreifað það sé þegar litið sé til þess hve miklar grundvallarkerfisbreytingar er um að ræða. Frumvarpið greiði götu markaðsvæðingar innan heilbrigðisþjónustunnar og gagnstætt því sem fullyrt sé gætu þessar lagabreytingar orðið þjóðhagslega óhagkvæmar.

www.mbl.is 29.05.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-