-Auglýsing-

Kostnaður við nýtt sjúkrahús 69,4 milljarðar

Framkvæmdasýsla ríkisins hefur gert úttekt á frumathugun nýs háskólasjúkrahúss að beiðni fjármálaráðuneytisins og þar með einnig á kostnaðarmati því sem ráðgjafar verkefnisins unnu í byrjun þessa árs og endurspeglar breytingar sem þá höfðu verið gerðar á verkefninu. Fram kemur í niðurstöðu umsagnar Framkvæmdasýslu ríkisins að vinna við frumathugun við nýtt háskólasjúkrahús sé fagmannlega og ítarlega unnin og uppfylli í öllum atriðum kröfur fjármálaráðuneytisins um gerð frumathugana.

Á vef nýs háskólasjúkrahúss kemur fram að það komi skýrt fram um mat á stofnkostnaði að kostnaðarmat sem ráðgjafar nýs háskólasjúkrahúss hafa unnið og fylgir frumathugunarskýrslunni, sé innan skekkjumarka frá fyrri áætlunum.

>Samkvæmt frumkostnaðarmati erlendu ráðgjafanna er byggingarkostnaður nýs háskólasjúkrahúss áætlaður 55,6 milljarðar króna og kostnaður við lóð, búnað, áfangaskiptingu o.fl. 13,9 milljarðar. Alls 69,4 milljarðar króna á verðlagi í febrúar 2008.  Jafnframt er lagt til að komið verði upp varasjóði sem nemi 16% af kostnaðarmatinu til að mæta óvæntum breytingum og viðbótum sem upp kunna að koma á hönnunar- og framkvæmdartíma.

Stofnkostnaður Háskóla Íslands

Þá má geta þess að í umsögn Framkvæmdasýslu ríkisins kemur einnig fram að stofnkostnaður Háskóla Íslands fyrir heilbrigðisvísindadeildir sé áætlaður 13,2 milljarðar króna og kostnaður við að koma Tilraunarstöð Háskóla Íslands í meinafræði fyrir á lóðinni við Hringbraut sé áætlaður 2,5 milljarðar. Rétt er hins vegar að árétta, eins og gert er í umsögn Framkvæmdasýslu ríkisins, að þessir tveir liðir eru ekki hluti sjúkrahússins og tilheyra Háskóla Íslands kostnaðarlega, að því er segir á vef háskólasjúkrahússins.

Upplýsingar um úttekt Framkvæmdasýslu ríkisins og kostnaðaráætlun við byggingu 

- Auglýsing-

www.mbl.is 29.05.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-