-Auglýsing-

Einkavætt heilbrigðiskerfi dýrara

Einkavæðing heilbrigðiskerfisins leiðir til dýrara kerfis sem þjónar sjúklingum verr en þegar heilbrigðisþjónustan er alfarið á vegum hins opinbera. Einkavætt heilbrigðiskerfi er dýrara bæði fyrir hið opinbera og fyrir sjúklinga. Þetta segir dr. Allyson Pollock sem rannsakað hefur afleiðingar af einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar í Bretlandi sem hófst í tíð Margrétar Thatcher en hélt áfram eftir að Verkamannaflokkurinn tók við.

Pollock, sem flutti erindi á vegum BSRB í morgun, bendir á að bæði Skotar og Walesverjar hafi ákveðið að snúa tilbaka af leið markaðsvæðingar og hvatti hún Íslendinga að vera á varðbergi gagnvart þessari þróun.

-Auglýsing-

Dr. Allyson Pollock segist halda að íslensk stjórnvöld séu nú að undirbúa nýja löggjöf sem miði að markaðsvæðingu einstakra sviða heilbrigðiskerfisins. Dr. Pollock hélt fyrirlestur á vegum BSRB í morgun. Pollock hefur sérhæft sig í rannsóknum á skipulagi heilbrigðisþjónustu í Bretlandi og víðar.

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra lagði nú í vor fram á Alþingi, frumvarp um sjúkratryggingar. Þar er lagt til að Sjúkratryggingastofnun eigi að vera kaupandi heilbrigðisþjónustu fyrir hönd ríkisins. Pollock segir að frumvarpið minni um margt á löggjöf sem var samþykkt í Bretlandi 1991.

Að sögn dr. Pollocks var þessi löggjöf, að skipta kerfinu í kaupendur og seljendur, aðeins fyrsta skrefið af mörgum í átt til einkavæðingar í Bretlandi. Þetta voru ekki breytingar til batnaðar, að mati Pollocks. Breytingarnar hafa meðal annars haft í för með sér aukinn kostnað fyrir ríkið. Segir hún aðalkostnaðinn vera í stjórnsýslunni sem gleypir allt að 20% til 30% af heildarfjárveitingu. Þetta þýðir að þeir sem njóta þjónustunnar fá minna fyrir skattpeningana.

www.ruv.is 29.05.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-