-Auglýsing-

Hæsta hlutfall líffæragjafa á Spáni

Hæsta hlutfall líffæragjafa í heiminum árið 2011 var á Spáni. Þar í landi voru líffæragjafar 35 á hverja milljón íbúa en fjöldi líffæraígræðsla í Evrópu fór í fyrsta skipti yfir 30 þúsund í Evrópu árið 2011. 

Alls voru framkvæmdar 106.879 líffæraígræðslur í heiminum í fyrra og var það 3% aukning frá árinu 2010.

Í rannsókninni kom fram að næstflestir líffæragjafar koma frá Portúgal, svo Bandaríkjunum og Frakklandi. 1.667 Spánverjar gáfu líffæri í fyrra en það voru 12% fleiri en árið 2010.

„Spánn hefur í 20 ár verið leiðandi í heiminum þegar kemur að líffæragjöfum og ígræðslum. Það er vegna þess að þar er unnið faglega eftir kerfi sem sem virkar,“ segir talsmaður heilbrigðisyfirvalda á Spáni við AFP fréttastofuna.

Á Spáni er kerfið þannig að fólk þarf að skrá sig sérstaklega til að vera ekki á lista yfir líffæragjafa, í stað þess að sérstakt samþykki þurfi.

Rannsóknin sýndi að 63 þúsund manns voru á biðlista eftir líffærum í Evrópu árið 2011. Einungis 48% þeirra mættu þeim skilyrðum sem sett eru fyrir ígræðslu.

- Auglýsing-

www.mbl.is 03.10.2012

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-