-Auglýsing-

Fimm ára börn með hjartaskemmdir

Börn allt niður í fimm ára þjást af hjartaskemmdum vegna offitu, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birtust í British Medical Journal á dögunum. Blóðþrýstingur þeirra barna sem þjást af offitu er einnig allt að 40 prósent hærri en hjá börnum í eðlilegri þyngd og kólesterólmagn í blóði er allt að níu sinnum meira. Dr. Matthew Thompson, einn þeirra lækna sem stóðu fyrir rannsókninni, segir að æðar þessara barna séu einnig þrengri sem þýðir að hjartað þarf að hafa meira fyrir því að dæla blóði um líkamann.

Niðurstöðurnar sem birtust í British Medical Journey náðu til tæplega 50 þúsund barna en um var að ræða samantekt á niðurstöðum 63 rannsókna sem þegar voru til.

Matthew Thompson segir í samtali við the Daily Mail að niðurstöðurnar séu sláandi. „Í flestum tilfellum er um að ræða skemmdir sem fylgja börnunum á fullorðinsárin. Þau geta þó snúið þessari slæmu þróun við, en það er erfitt því við erum að tala um nokkuð róttækar lífsstílsbreytingar sem þarf til.
Í umfjöllun the Daily Mail kemur fram að það hafi verið vitað um langt skeið að börn sem þjást af offitu þjáist einnig af of háum blóðþrýstingi og séu með of mikið af kólesteróli í blóði. Það kom þó vísindamönnunum sem unnu rannsóknina á óvart hversu skýr mörkin á milli of feitra stúlkna og stúlkna í eðlilegri þyngd voru. Of feitar stúlkur voru með áberandi hærri blóðþrýsting en stúlkur í kjörþyngd.

www.dv.is 02.10.2012

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-