-Auglýsing-

Hjartalyf veldur dauðsföllum

Að minnsta kosti tveir sjúklingar hafa látist og nokkrir verið hætt komnir eftir að nýtt hjartalyf var tekið í notkun á spítölum í Noregi. Sérstaklega hafði verið brýnt fyrir læknum að breyta skammtastærðum en gerðu það ekki allir.

Hjartalyfið Digitoxin er ekki lengur notað á norskum spítölum. Frá byrjun árs hefur lyfið Digoxin verið notað í staðinn. Nöfnin eru svipuð en hið síðarnefnda þykir hafa betri virkun og er mun sterkara. Því þarf að gefa töluvert minni skammta en misbrestur hefur verið á því.

-Auglýsing-

Fyrsta dauðsfallið í ársbyrjun
Fyrsta dauðsfallið varð á Ahus sjúkrahúsinu í byrjun árs, annað stuttu síðar og síðan hafa nokkrir fengið eitrun. Sumir hafa fengið meira en tífalt stærri skammta en þeir áttu að fá. Og það þrátt fyrir að heilbrigðisyfirvöld hafi sérstaklega varað við þessari hættu.

„Það er læknirinn sem ber ábyrgð á réttri skammtastærð,” segir Steinar Madsen hjá norska lyfjaeftirlitinu. Spurður um það hvort gera hefði átt meira til að koma í veg fyrir þeta í ljósi þess hversu mörg tilfellin hafa verið segir hann að það sé alltaf spurning hvort hægt hefði verið að gera meira „en við kynntum þessa breytingu mjög vel,” segir hann.

Ættingjar fórnarlambanna vilja svör. Þeir spyrja hvernig þetta hafi getað gerst.

Ákveðnar reglur í gildi
Rannsókn málsins beinist meðal annars að því hvernig upplýsingum um muninn á þessum tveimur lyfjum var miðlað til stofnana og heilbrigðisstarfsmanna. „Það eru ákveðnar reglur um miðlun slíkra upplýsinga á sjúkrahúsinu, sjúkrahúsapótekið sér um að tilkynna deildunum slíkt. Það var einnig gert hér en dugði greinilega ekki til,” segir Stein Vaaler, talsmaður Ahus sjúkrahússins.

- Auglýsing-

Þess má geta að á vef Lyfjastofnunar kemur fram að markaðsleyfi hafi verið gefið út fyrir Digoxin hér á landi í júní síðast liðnum. Lyfið hefur hins vegar ekki verið sett á markað hér.

www.ruv.is 06.10.2012

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-