-Auglýsing-

Góða skapið lengir lífið

Gott skap dregur úr sjúkdómum og eykur lífslíkur. Þetta staðhæfa bandarískir vísindamenn sem hafa skoðað 160 rannsóknir á samhengi lundar og heilsu.
Aftenposten greinir frá rannsókninni en í henni fundu vísindamennirnir sannfærandi upplýsingar um að fólk sem horfir björtum augum á lífið og tilveruna sé betra til heilsunnar og lifi lengur en þeir sem eru þyngri í lund.

Svo mikil var fylgnin að vísindamennirnir segja skapið hafa meiri áhrif á heilsuna en það hvort viðkomandi glími við offitu eða ekki. „Það kom mér fyllilega á óvart að sjá hversu mikil samkvæmni var í upplýsingunum,“ segir Ed Diener, sálfræðiprófessor við Háskólann í Illinois, sem leiddi rannsóknina. „Yfirgnæfandi meirihluti rannsóknanna styður þá niðurstöðu að hamingjan tengist bæði heilsu og langlífi,“ segir hann.

-Auglýsing-

Í einni rannsóknanna var 5.000 námsmönnum fylgt eftir í 40 ár. Þeir sem voru svartsýnir að eðlisfari létust fyrst af hópnum.

Tilraunir á rannsóknarstofum benda til þess sama: jákvætt viðhorf dregur úr streitutengdum hormónum, styrkir ónæmiskerfið og auðveldar hjartanu að jafna sig á líkamlegu erfiði.

Dýr sem búa við streituvaldandi aðstæður, til dæmis í yfirfullum búrum, hafa veikara ónæmiskerfi og aukna hættu á hjartavandamálum, samanborið við þau sem hafa betra pláss. Ed Diener klykkir út með að kannski sé kominn tími til að heilbrigðisyfirvöld breyti um stefnu. „Hingað til hafa þau einbeitt sér að offitu, matarvenjum, reykingum og hreyfingu. Kannski þau ættu frekar að hvetja fólk til að vera glatt og forðast þráláta reiði og þunglyndi.“

Morgunblaðið 07.03.2011

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-