-Auglýsing-

Allt að 85% verðmunur á lausasölulyfjum

Garðsapótek við Sogaveg var oftast með lægsta verðið á lausasölulyfjum þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í apótekum mánudaginn 7. mars. Laugarnesapótek við Kirkjuteig var oftast með hæsta verðið í könnuninni. Verðmunur á milli einstakra lyfja var allt að 85% en í 23 tilvikum af 34 sem skoðuð voru í könnuninni var 33-50% verðmunur á hæsta og lægsta verði.

Í tilkynningu frá ASÍ segir að kannað var verð á 34 algengum lausasölulyfjum, sem eru seld án lyfseðils. Farið var í apótek víðsvegar á landinu en Ólafsvíkurapótek neitaði þátttöku í könnuninni. Lægsta verðið var oftast að finna í Garðsapóteki í 16 tilvikum af 34. Hæsta verðið var oftast í Laugarnesapóteki í 22 tilvikum af 34.

-Auglýsing-

Mesti verðmunurinn í könnuninni var á sótthreinsandi sápu Hibiscrub 500 ml. sem var dýrust á 3.690 kr. í Lyf og heilsu og ódýrust á 1.998 kr. í Apóteki Hafnarfjarðar og Apóteki Vesturlands sem er 1.692 kr. verðmunur eða 85%. Einnig var mikill verðmunur á Postafen lyfi gegn ferðaveiki, (10 stk. í pakka), var það dýrast á 690 kr. í Laugarnesapóteki og ódýrast á 390 kr. í Garðsapóteki, sem er 300 kr. verðmunur eða 77%. Hægðarlyfið Laxoberal (30 ml.) var dýrast á 2.636 kr. í Apóteki Hafnarfjarðar, Urðarapóteki og Apóteki Vesturlands, en ódýrast á 1.590 kr. í Garðsapóteki sem er 66% verðmunur.

Af öðrum algengum lausasölulyfjum má nefna að nikótínlyfið Nicorette fruitmint í 210 stk. pakkningu var dýrast á 5.442 kr. í Lyf og heilsu og ódýrast á 3.995 kr. í Árbæjarapóteki sem er 1.447 kr. verðmunur sem er 36%. Hjartamagnyl 100 stk. í glasi var dýrast á 950 kr. í Laugarnesapóteki og ódýrast á 689 kr. í Akureyrarapóteki 38% verðmunur.

Settur var saman pakki af algengum lausasölulyfjum sem til eru í skápum landsmanna. Þessi pakki inniheldur verkjalyfin Ibúfen, Pinex Junior stíla og Paratabs, ofnæmislyfið Histasin, nefúða frá Otrivin og áblásturskremið Vectavir. Þessi pakki var ódýrastur á 3.940 kr. í Garðsapóteki og dýrastur á 5.551 kr. í Laugarnesapóteki, sem er 1.611 kr. verðmunur eða 41%.

www.visir.is 09.03.2011

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-