-Auglýsing-

Hætta steðjar að heilbrigðiskerfinu

Elsa_B._Frifinnsdttir_2Þegar fólk er spurt að því hvað sé dýrmætast í lífinu nefna flestir fjölskylduna og heilsuna. Fólk segist jafnvel tilbúið til að borga hærri skatta fari þeir í heilbrigðiskerfið og tryggi góða og ódýra þjónustu fyrir alla. Við höfum státað okkur af því að eiga gott heilbrigðiskerfi og sannarlega höfum við náð svo góðum árangri á mörgum sviðum að eftir er tekið.

Grunnurinn að góðu heilbrigðiskerfi er þekking þeirra sem þar starfa. Nú bregður hins vegar svo við að þessi grunnur er að veikjast.

Fyrir því eru aðallega tvær ástæður. Annars vegar er það að heilbrigðisstarfsmenn, einkum hjúkrunarfræðingar og læknar, eru í vaxandi mæli að fara til starfa erlendis eða velja að koma ekki heim að loknu framhaldsnámi.

Þetta vel menntaða fólk leitar út fyrir landsteinana vegna tilboða um betri starfsaðstæður og kjör en þeim standa til boða hér á landi. Það er illa farið með okkar sameiginlega fé að nýta ekki menntun þeirra hér á landi. Við þurfum sannarlega á þeim að halda.

Grunnur heilbrigðiskerfisins er einnig að veikjast vegna þess hve mjög er hert að þeim háskóladeildum sem mennta heilbrigðisstarfsmenn.

Fjárveitingar til deildanna hafa verið skertar verulega, en þær byggja að mestu á rannsóknum kennara og nemendafjölda.

- Auglýsing-

Því eru fá úrræði önnur sem stjórnendur deildanna geta gripið til í sparnaðarskyni, en að draga úr kennslu og minnka þjónustu við nemendur. Slíkt leiðir til minni gæða námsins sem veikir heilbrigðiskerfið þegar til lengri tíma er litið.

Það tekur langan tíma að byggja upp gott heilbrigðiskerfi en stuttan tíma að brjóta það niður. Í þeim niðurskurði sem óhjákvæmilegur er hér á landi verða stjórnvöld að horfa til framtíðar og verja þá þætti samfélagsins sem fólki eru dýrmætastir.

Pistilinn skrifar Elsa B. Friðfinnsdóttir formaður félags Íslenskra hjúkrunarfræðinga.

www.visir.is 14.03.2011

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-