-Auglýsing-

Hjartað vex á utanverðum líkamanum

Tveggja mánaða gamall kínverskur drengur, sem fæddist með hjartað á utanverðum líkamanum, berst nú fyrir lífi sínu. Læknar segjast geta séð hjarta Xin Xin slá með berum augum, en það er einungi umlukið þunnri himnu. Hjartað er svo berskjaldað að minnsta högg eða snerting gæti orðið drengnum að bana.

Skurðlæknar hafa borið saman bækur sínar og stungið upp á ýmsum leiðum til þess að bjarga drengnum. Öllum hugmyndum hefur þó verið hafnað af ótta við að Xin Xin lifi ekki af. Búist er við að læknateymið vilji bíða með aðgerðir í einhverja mánuði til þess að leyfa líffærum Xin Xin að þroskast. Þegar þau eru orðin nægilega sterk verður ef til vill hægt að grípa til skurðaðgerða.

-Auglýsing-

www.mbl.is 16.03.2011

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-