-Auglýsing-

Forðast kynlíf eins og heitan eldinn

Þeir sem lifa hjartaáfall af eru mjög líklegir til þess að forðast kynlíf eins og heitan eldinn þar sem þeir telja að ástundun kynlífs geti riðið þeim að fullu. Þetta er niðurstaða nýrrar bandarískrar rannsóknar sem kynnt var fyrir bandarísku hjartasamtökunum nýverið.

Er skýringin rakin til þess að læknar minnast ekki á kynlíf við sjúklinga sína. Því dragi sjúklingarnir þær ályktanir að það borgi sig að forðast kynlíf eins og heitan eldinn.

Dr Stacy Tessler Lindau, sem stýrði rannsókninni, en rætt var við 1.700 hjartasjúklinga, segir afar litlar líkur á því að kynlífið reynist sjúklingum banvænt.

Bresku hjartasamtökin styðja þá skoðun rannsakendanna að mikilvægt sé að læknar ræði um kynlíf og ástundun þess við sjúklinga sína. Með því sé hægt að koma í veg fyrir óþarfa ótta þeirra.

Segja sérfræðingar að hjartasjúklingar megi stunda kynlíf svo lengi sem þeir hafa heilsu til þess að stunda alla almenna líkamsrækt. Ekki þurfi orkan að vera mikil – ef þeir geta gengið upp stiga þá sé óhætt að stunda kynlíf.

Hér er hægt að lesa nánar um rannsóknina 

- Auglýsing-

www.mbl.is 22.05.2010

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-