-Auglýsing-

Fituskert jógúrt virðist stuðla frekar að þyngdaraukningu en venjuleg ófituskert jógúrt

Jógúrt og sykurÞær raddir gerast æ háværari að við eigum að forðast fituskertan mat og færa okkur nær því náttúrulega, lífrænum mat.

Nú hafa vísindamenn komist að því að fituskert jógúrt sé slæmur kostur og líklega væri betra að borða bara venjulegt jógúrt sem næst upprunanum.

-Auglýsing-

Fituskert Jógúrt veldur hugsanlega meiri þyngdaraukningu en venjulegt ófituskert. Segja vísindamenn sem standa á bak við 40 milljón dollara næringarrannsókn og sagt er frá á Mail Online.

Gary Taubes og Dr. Peter Attia frá Nutrition Science Initiative : Innihaldið þ.e. sykurinn og aukafefnin sem eru notuð í staðin fyrir fituna, knýja áfram insulín mótstöðuna- undirliggjandi orsök offitu.

Þeir segja að þetta eigi við um allan lágfitu eða fituskerta fæðumöguleika, frá morgunverðarkorni, til salat sósa, sem mjög margir halda ranglega að sé hollari en upprunalega útgáfan.

Rannsóknin var gerð við Stanford Háskóla á síðasta ári. Dr. Attia útskýrði: „Lágfitu eða fituskerta,lífræna, hindberja, ferskju og apríkósu jógúrtið innihélt nánast enga ávexti.

- Auglýsing-

Það hefur ekki einu sinni næga ávexti til að gefa liti í jógúrtið þannig að þeir bæta við litarefnum, bragði og sykri.

Þannig að þú ert með jógúrt með lítilli fitu en hátt í kaloríum…dæmi um hvernig góður ásetningur er ekki alveg að gera sig.“

Staðreyndin er að Acticia jarðaberjajógúrt er aðeins 2% feitt en er með 17% af sykri sem er þriðjungur af ráðlögðum dagskammti hjá konum.

Dr. Attia segir að einn mesti skaðvaldurinn sé há frúktósa korn sýróp, unnið sætu og rotvarnarefni, sem fyrst var notað af matvælaiðnaðinum á áttunda áratugnum.

Það er algengt að nota efnið í fituskerta framleiðslu og sem undirstöðuefni í gosi, brauði og pastasósum til að bæta bragð og heildarupplifun af vörunni.

Dr. Attia heldur áfram á bloggsíðu sinni The Eating Academy: „Ef þú sérð eitthvað þar sem stendur á umbúðunum að það sé fitulaust eða fitusnautt eru það stór varnaðarorð og vöruna ætti að forðast.

Þetta er alheimstungumál fyrir, „við fjarlægðum fituna en fylltum þetta með sykri í staðinn.“

Þeir félagar eru nú búnir að fjármagna áframhaldandi rannsóknir þar sem þeir ætla að skoða tengslin milli mataræðis og offitu nánar og þá ekki síst þá staðreynd að svo virðist sem fitusnauða matvaran virðist vera verri matur en sú ófituskerta

- Auglýsing -

Einnig nefna þeir að mikilvægt sé að lesa utan á pakkningar til að sjá hversu margar hitaeiningar eru í viðkomandi vörum og þá kemur oft á óvart hvað munurinn er lítill, ef hann er þá einhver.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-