-Auglýsing-

LSH: Hvað er eiginlega málið?

LSH 075Málefni Landspítala hafa verið í brennidepli að undanförnu og það sem er sláandi í þeirri umfjöllun er sá harði tónn sem stundum má greina í ummælum yfirmanna spítlans.

Það er umhugsunarefni að þar innandyra virðist gangrýni á stjórnendur illa tekið, almennt stuttur spottinn í mönnum og illdeilur við yfirstjórnina daglegt brauð.

Mbl.is hefur fjallað um málefni Landspítalans og þar var meðal annars til umfjöllunar grein sem Hrönn Ólafsdóttir og Össur Ingi Erlendsson skrifa fyrir hönd deildarlækna á lyflækningasviði LSH, en greinin ber yfirskriftina “Vandamál lyflækningasviðs LSH -um hvað snýst þetta eiginlega?”

Í grein þeirra fara þau yfir stöðuna eins og hún lítur út fyrir þeim. Hér er gripið niður á nokkrum stöðum í greininni.

Staðan ætti ekki að koma á óvart

Lyflækningasvið LSH sinnir bráðveikum sjúklingum sem þarfnast meðferðar lyflækna, t.d. hjartalækna, lungnalækna, smitsjúkdómalækna o.s.frv. Almennir læknar, þ.e. deildarlæknar og kandídatar, hitta sjúklingana fyrst, meta þá og veita fyrstu meðferð í samráði við sérfræðinga. Almennir læknar hafa einnig mikilvægt hlutverk við rekstur sjúkradeilda á lyflækningasviði. Þeir halda utan um meðferð sjúklinganna og eru ávallt á staðnum til að bregðast við óvæntum uppákomum. Að lokum eiga almennirlæknar einnig að sinna kennslu kandídata og læknanema.

Sú staða sem er nú komin upp, að einungis um 10 deildarlæknar sinni vinnu sem ætluð er 25 manns, ætti ekki að koma neinum á óvart – og þá sérstaklega ekki yfirmönnum sviðsins og spítalans. Síðastliðin ár hefur gengið illa að fylla þau 25 stöðugildi deildarlækna sem eru samþykkt af hálfu LSH.

- Auglýsing-

Ekki hægt að vinna við núverandi aðstæður

Almennir læknar á lyflækningasviði hafa ítrekað bent á þennan síversnandi skort á deildarlæknum á sviðinu og ástæður hans. Þeir hafa verið boðnir og búnir til að aðstoða yfirmenn á sviðinu við breytingar og tilbúnir að leggja sig fram við að finna lausnir á málinu. Ástæður skortsins eru ýmsar, þar ber helst að nefna mikla vaktabyrði, gríðarlega mikið vinnuálag, lélega vinnuaðstöðu, lítinn tíma til kennslu, of mikla ábyrgð á herðum óreyndra lækna og fleira og fleira. Nýútskrifaðir læknar geta ekki hugsað sér að vinna við þessar aðstæður og því hefur endurnýjun deildarlækna á sviðinu verið hérumbil engin. Þess má geta að flest önnur svið LSH eru ágætlega mönnuð af deildarlæknum og þar er jafnvel fullmannað í stöður.

Lengi verið ljóst að vandamál væri framundan

Mönnun deildarlækna á lyflækningasviði var þegar í byrjun sumars orðin mjög tæp. Til þess að reyna að halda við óbreyttri þjónustu voru þessir fáu deildarlæknar því fengnir til að vera nær samfellt á vöktum í allt sumar. Þetta fyrirkomulag gat þó ekki staðið lengur en út ágúst. Snemma í sumar var því ljóst að frá og með 1. september yrði ekki hægt að reka sviðið með sama hætti og áður vegna manneklu. Það var þó ekki fyrr en deildarlæknar á sviðinu höfðu ítrekað óskað eftir svörum og vinnuplani fyrir september að sett var saman „krísunefnd” þann 21. ágúst. Vissi þá enginn almennur læknir innan sviðsins hvar hann ætti að mæta til vinnu 1. september. Enn og aftur mætti framkvæmdarstjórnin hópnum tómhent og án áætlana.

Því er þetta staðan í dag. Neyðarplan sem enginn veit almennilega hvernig á að virka. Neyðarplan sem gerir ráð fyrir því að kandídatar vinni meir og meir án stuðnings reyndari deildarlækna. Það mun viðhaldaálaginu sem fylgir vinnu þar og halda áfram að fæla nýútskrifaða lækna frá sviðinu, og tekur þess vegna ekki á rót vandans. Deildarlæknar lyflækningasviðs hafa miklar áhyggjur af því að það neyðarplan sem nú hefur verið sett fram muni því ekki einungis gilda í nokkrar vikur, líkt og framkvæmdastjóri lækninga áLSH heldur fram. Þeir hafa einnig áhyggjur af því hvernig muni fara fyrir kennslu kandídata og læknanema, en engin áætlun hefur verið sett fram um hvernig hún eigi að ganga upp við þessar breyttu aðstæður.

Engar deilur

Deildarlæknar vilja árétta það að engin deila á sér stað milli þeirra, yfirmanna og framkvæmdarstjóra á LSH, þó framkvæmdastjóri lækninga hafi haldið því fram í hádegisfréttum RÚV þann 1.9. sl. Þvert á móti hafa þeir fáu almennu læknar sem eftir eru á sviðinu lagt sig mjög fram við að halda sviðinu gangandi og reyna að bæta starfsumhverfið svo sviðið verði aftur aðlaðandi vinnustaður. Eða er stjórn sviðsins ósammála þessum markmiðum?

Ekki von á fleirum

Það er ekki von á fleiri deildarlæknum á næstunni. Vitað er hins vegar að þann 1. okt. nk. munu tveir af starfandi deildarlæknum sem hingað til hafa tekið fullar vaktir klára framhaldsnámið sem lyflækningasvið hefur haldið utan um og einn mun hætta. Því mun deildarlæknum fækka og verða í besta falli 5 deildarlæknar sem geta unnið fulla vinnu með vöktum. Neyðarplanið nær því ekki lengra en til 30.september! Þegar deildarlæknar óskuðu eftir svörum frá stjórnendum hvað myndi gerast 1. október lágu engin svör fyrir. Ljóst var á fundi okkar, þann 28. ágúst, að enginn var farinn að huga að því.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-