-Auglýsing-

Mínútur skipta sköpum og einnig aðbúnaður sjúklinga í sjúkraflugi

SjúkraflugÞað verður ekki deilt um mikilvægi sjúkraflugs fyrir okkur Íslendinga en helmingur alls sjúkraflugs er forgangsflug að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Í umræðum um flugvöllin síðustu daga hafa komið fram ýmsar athugasemdir um staðsetningu, hvort þyrlur geti ekki bara tekið þetta að sér og fleira í þeim dúrnum.

Ég treysti þeim sem nota þessa þjónustu, þekkja hana og vita um hverskonar sjúkraflutninga er um að ræða til að meta það ásamt stjórnvöldum hvernig sjúkraflugi þarf að vera háttað og hvað er öruggast til framtíðar. Á meðan ekki finnst varanleg lausn á því hvernig framtíðarskupulagi sjúkraflugs á að vera háttað virðist mér sem tómt mál sé að tala um að flugvöllur í Vatnsmýri hverfi á braut. Það hlítur að þurfa að horfa á þessi mál heildstætt. Í Morgunblaðinu í dag er fjallað um málið og þar segir:

„Tíminn í sjúkraflugi og í sjúkrabíl flokkast sem óvirkur tími til hjálpar sjúklingnum. Því er mikilvægt að stytta þann tíma eins mikið og mögulegt er til að þeir komist sem fyrst undir læknishendur,“ segir Stefán Þórarinsson, læknir og framkvæmdastjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Austurlands. Hann segir að síðustu mínúturnar í sjúkraflugi vegi mun meira en þær fyrstu þar sem áhættan vex með margfeldishætti því lengur sem dregst að koma við varanlegri hjálp.

Þá segir hann að öryggi sjúklinga yrði stefnt í mikla hættu ef sjúkraflugið þyrfti að fara í gegnum Keflavíkurflugvöll í stað Reykjavíkurflugvallar eins og það er nú.

Sjúkraflugi er skipt upp í fjóra flokka, F-1 til F-4 út frá forgangi. Viðbragðstími F-1 er hámark 35 mínútur, þá er um að ræða lífsógn/bráðatilvik sjúklings. Í F-2 er einnig hámarksviðbragðstími 35 mínútur, þá er um að ræða mögulega lífsógn sjúklings en ekki eins alvarlegt og F-1.

Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands voru farnar 264 sjúkraflugsferðir árið 2012 sem stofnunin greiddi fyrir. Þar af voru 119 flokkaðar F-1 eða 45% og 80 flokkaðar F-2 eða 30%. Svipað hlutfall var á árunum 2009-2011.

- Auglýsing-

Alls voru sjúkraflugsferðir á síðasta ári 452 talsins þegar talið er með annað flug, sem Sjúkratryggingar greiða ekki fyrir. Hlutfallið í flokki F-1 og F-2 er samtals rúmlega 54%.

Yfirleitt er læknir með í för í flugi sem flokkað er F-1 og F-2. Í skýrslu sem Ríkisendurskoðun sendi frá sér um sjúkraflug í gær segir m.a.: „Mikilvægt er að hafa í huga að þótt mínútur geti skipt sköpum í sjúkraflutningum hefur aðbúnaður sjúklinga og aðstaða lækna, sjúkraflutningamanna og aðstandenda veruleg áhrif. Mýflug sinnir sjúkraflugi á norðursvæði, þ.m.t. á Vestfjörðum, og í Vestmannaeyjum nær eingöngu með sérútbúinni sjúkraflugvél, menntuðum sjúkraflutningamönnum og læknum frá Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Þetta stuðlar að auknu öryggi sjúklinga, heilbrigðisstarfsfólks og aðstandenda meðan á flutningi stendur sem og landsmanna allra.

Í umsögn sinni í júní 2013 um drög að þessari skýrslu tók velferðarráðuneyti fram að það teldi ekki að lengri heildartími ógnaði öryggi sjúklinga þar sem sjúkrahús með skurðstofuvakt væri stutt frá flugvelli sem gæti sinnt sjúklingi fram að flugi.“

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-