-Auglýsing-

Borðaðu morgunmat eins og kóngur eða drottning

Stór morgunverðurÞað hefur löngum verið sagt að maður eigi að borða morgunmat eins og kóngur eða drottning, hádegisverð eins og prins eða prisnessa og kvöldmat eins og fátæklingur.

Núna hafa vísindamenn staðfest þetta í meginatriðum….og jafnvel magnið og hverju það getur breytt fyrir þyngdartap.

Rannsakendur gáfu konum megnið af sínum kaloríum annað hvort að morgni eða að kvöldi, síðan var fylgst með hópunum í 12 vikur. Frá þessu er sagt í Mail Online.

Vísindamenn frá Tel Aviv Háskólanum í Ísrael, fundu líka út að þessu fylgdu aðrir heilsufarslegir kostir líka. Hjá hópnum sem fékk vel útilátin morgunverð snarlækkaði lystarhormónið ghrelin.

Þeir segja jafnframt að það sé ekki eingöngu maturinn sem við borðum heldur líka hvenær við borðum hann sem getur haft mikil áhrif á heilsu okkar.

Þannig er að sá tími dagsins sem við borðum hefur mikil áhrif á hvernig við vinnum úr matnum, segir Prófessor Daniela Jakubowicz, frá Háskólanum í Tel Aviv.

- Auglýsing-

Í lok rannsóknarinnar höfðu þeir sem voru með morgunverðarplanið misst 8,6 kg að meðaltali á meðan hópurinn sem borðaði megnið af sínum mat á kvöldin missti aðeins um 3,6 kg.

Efnaskiptum líkamans er stjórnað af líffræðilegri hringrás sem líkaminn fylgir 24 tíma á sólahring.

Morgunverðarhópurinn missti að meðaltali 8,4 cm af mittismáli sínu samanborið við 3,8 cm hjá þeim sem borðuðu stóran kvöldverð.

Niðurstöðurnar sem voru birtar í The Journal of Obesety, benda til þess að tímasetning máltíða geti verið mikilvæg til að hafa stjórn á offitu og stuðla að heilbrigðari lífsstíl.

Til þess að finna út áhrif tímasetninga máltíða á þyngdartap og heilsu,framkvæmdu Prófessor Jakubowicz og félagar rannsóknina þannig að 93 konur sem áttu við offitu að stríða var raðað af handahófi í einn af hópunum tveim.

Hver hópur fékk hóflegan skammt af kolvetnum, hóflegan skammt af fitu eða samtals 1400 kaloríur á dag yfir þriggja mánaða tímabil.

Fyrsti hópurinn fékk 700 kaloríur í morgunmat, 500 í hádegismat og 200 í kvöldmat.

Seinni hópurinn fékk 200 kaloríur í morgunmat, 500 í hádeginu og 700 í kvöldmat. 700 kaloríu morgun og kvöldverðurinn innihélt sama mat.

- Auglýsing -

Samkvæmt Prófessor Jakubowicz voru þeir sem voru í morgunverðarhópnum mettari þegar leið á daginn og höfðu minni þörf fyrir auka snakk auk þess sem hormónið sem stjórar hungri var mikið lægra en í hinum hópnum.

Hjá morgunverðahópnum mældist umtalsverð lækkun á insúlíni, glúkósa og þríglýseríði samanborðið við hópinn sem fékk stóra kvöldverðinn.

Það sem sem er jafnvel mikilvægara var að morgunverðarhópurinn fékk ekki háa toppa í glúkósa eins og yfirleitt gerist eftir máltíð.

Toppar með miklu blóðsykurmagni eru taldir hafa skaðleg áhrif og leiði til hækkaðs blóðþrýstings og meira álags á hjartað.

Prófessor Jakubowicz segir: „Að borða réttan mat á röngum tíma getur ekki bara hægt á þyngdartapi heldur getur einnig verið skaðlegt. Rannsóknin okkar sýndi að þeir sem borðuðu stóra kvöldverðin juku fituhlutfallið í líkama sínum þrátt fyrir að hafa tapað þyngd“.

Hún benti jafnframt á að fólk gæti bætt heilsu sína verulega með því að sleppa því að fá sér kvöldsnakk.

Hún bætti við: „Hugsunarlaust át fyrir framan tölvuna aða sjónvarpið, sérstaklega seint að kvöldi hefur mikil áhrif á offitu.

Það bætir ekki einungis við þyngdina, heldur eykur hættuna á hjarta og æðasjúkdómum – sem leiðir til þess að þetta smá miðnætur-sykurskot hefur meiri afleiðingar en sýnist í fyrstu.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-