-Auglýsing-

Bjargaði lífi sjúklings meðan hann fékk sjálfur hjartaáfall

Mynd/Detroit MedicalBráðaliði frá Detroit lét ekki sín eigin læknisfræðilegu vandamál þvælast fyrir sér þegar hann bjargaði lífi annarrar manneskju.

Joseph Hardmann bráðaliði til 15 ára hjá Detroit EMS, var að flytja sjúkling sem hafði fengið hjartáfall á spítala síðasta föstudag.

Hann var að framkvæma endurlífgun á sjúklingnum þegar hann sjálfur fór að finna fyrir einkennum hjartaáfalls að því er sagt frá í Huffington Post.

Hardman fékk hjartaáfallið á leiðinni til Detroit Medical CentersHarper Hutzel sjúkrahússins. Þegar þeir komu á staðinn losaði hann sig fyrst við sjúklinginn áður en hann fór sjálfur á bráðmóttökuna.

„Hann dó næstum því og þurfti að fara í aðgerð“ sagði félagi hans Joe Barney fjölmiðlum. „Hann lá meira að að segja aðeins þremur rúmum frá manninum sem hann kom með á sjúkrahúsið.”

Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs fengu bæði upphaflegi sjúklingurinn og Hardman sambærilegt stoðnet til að opna æðina og losna við stífluna. Stíflan hjá Hardman var í hinni svokölluðu „widow-maker“ æð að því er haft er eftir læknum sjúkrahússins.

- Auglýsing-

Báðum sjúklingunum heilsast vel. Harman hafði enga sögu um hjartavandamál og hann mun eyða næstu mánuðum í endurhæfingu áður en hann fer aftur til vinnu.

„Þetta er ástæðan fyrir því að við gerum það sem við gerum – þetta er það sem við lifum fyrir,“ Sagði Hardman CBS í Detroit. „ Þetta er vinnan okkar. Við komum fólki við dauðans dyr til hjálpar, förum með það á sjúkrahús og sjáum svo sömu manneskju ganga út af sjúkrahúsinu með fjölskyldu sinni nokkrum dögum síðar.“

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-