-Auglýsing-

Jón Óðinn: Í sakleysi mínu sagði ég frá

Jón Óðinn WaageJón Óðinn Waage birti lítinn pistil á Fésbókarsíðu sinni á Laugardaginn. Pistillinn var hugleiðing hans um hvernig snör handtök, sjúkraflug og nálægð flugvallar við Landspítala hefðu bjargað lífi sonar hans 1997.

Það er skemmst frá því að segja að pistillin fór með ógnarhraða um netheima og Jóni Óðni hefur verið borið á brýn að stunda tilfinningaklám og margt þaðan af verra.

Fyrrverandi stjórnmálamenn hafa skrifað athugasemdir um málið og hreint ótrúleg atburðarrás hefur farið í gang.

Jón Óðinn benti á staðreyndir sem hann hafði upplifað úr eigin lífi, þetta var hans saga um þann veruleika sem við honum blasir. Lái honum hver sem vill.

Jón Óðinn hefur skrifað annan pistil í framhaldi af þeim fyrri og við skulum gefa honum orðið.

Í sakleysi mínu sagði ég frá reynslu minni af sjúkraflugi sonar míns og hvernig nálægð Reykjavíkurflugvallar við Landsspítala hefði verið lífsnauðsynleg.

- Auglýsing-

Þessi frásögn mín hefur sogað mig inn á vígvöll sem að ég kannski ætlaði ekki endilega að berjast á. En hvað um það, best að taka bara þann slag.

Nú eru viðbrögð þeirra sem vilja flugvöllinn í burtu orðin þau að það sé ósmekklegt að ætla borgaryfirvöldum það að þau vilji að landsbyggðarfólk deyi.

Ef að flugvöllurinn fer og tíminn verður lengdur sem það tekur að koma sjúklingum undir læknishendur á Landsspítalanum þá gerist einmitt þetta, fólk mun deyja af þessum völdum.

Það er bara staðreynd, bláköld helsár staðreynd.

Það má kalla þetta tilfinningaklám, fyrir neðan velsæmismörk, asnalega umræðu, misnotkun lélegra pólitíkusa, en allt þetta hef ég fengið í andlitið.

En mér er nákvæmlega sama, ef að tíminn sem tekur að koma sjúklingum undir læknishendur er lengdur þá mun fólk deyja.

Hvers vegna í ósköpunum er ekki hægt að sameinast um jafn sjálfsagðan hlut og að öllum landsmönnum verði tryggt sem best aðgengi að þeirri sérfræðiþjónustu sem að við öll erum búin að byggja upp í Reykjavík?

Hvers vegna þarf að ala á hrepparíg og etja fólki saman með svona illa ígrunduðum ákvörðunum?

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-