-Auglýsing-

Þrjú ráð til að tryggja hraðara fitutap.

KViðfita

Ertu að reyna að grennast en það gengur illa? Þú finnst þér vera borða hollt, æfir vel, ert duglegur að taka brennsluna en árangurinn lætur á sér standa. Þá eru hérna 3 ráð Frá Halla Magg sem ættu að tryggja að þú verðir sundlaugarfær innan skamms.

-Auglýsing-

Ráð 1 – Borðaðu í samræmi við það sem þú ert að fara að gera

Hvað ertu vanur að borða stuttu fyrir svefn? Það er mikilvægur þáttur vegna þess að það sem þú borðar stuttu fyrir svefn hefur gríðarleg áhrif á fitubrennslu.

Í flestum tilfellum þegar við förum upp í rúm erum við að fara að slappa af en ekki fara í tveggja tíma átök (því miður :-). Af þeirri ástæðu þurfum við ekki að borða stóra máltíð fyrir svefn í stað þessi þurfum við að borða í samræmi við það sem við erum að fara að gera, sem er nákvæmlega ekki neitt. Auk þess sem þörf fyrir kolvetni minnkar til muna, eiginlega er engin þörf á þeim fyrir svefn. Mundu að hlutverk kolvetna er til að knýja áfram orkufrek átök.

Fita aftur á móti er aðalorkuuppspretta okkar þegar ákefð er orðin lítil, og staðreyndin er sú að í svefni notar líkaminn fitu sem orkugjafa. Af þeirri ástæðu er ekki rökrétt að borða kolvetnaríka fæðu fyrir svefn þar sem það eykur til muna líkurnar á að kolvetni séu sett í birgðir, sem glýkogen eða fita, í stað þess að vera notuð sem orkugjafi.

Aftur á móti ef þú áttir erfiða æfingu stuttu fyrir svefn þá er þér óhætt að borða kolvetni þar sem mest af þeim verða notuð til að fylla aftur á glýkogenbirgðir.

- Auglýsing-

Ráð 2 – Brennsla á morgnana án kolvetna

Það hefur verið vinsælt að ráðleggja að gera brennsluæfingar á morgnana á fastandi maga, en það virkar einnig vel að gera þær einungis án kolvetna. Það er munur á milli þessara tveggja nálgana.

Segjum að þú sért nýbúinn að borða morgunkorn sem er hátt í kolvetnum og sykri eins og þau eru flest og þú ferð fljótlega upp úr því á þrektækin til að brenna. Vandamálið við þetta er að orkan fyrir æfinguna mun koma að miklu leiti frá kolvetnunum úr morgunkorninu, en ekki fitubirgðum eins og þú vilt ef þú ert að reyna að grennast.

Þetta er vegna þess að kolvetni hindra fitubrennslu og stuðla að notkun kolvetna sem orkugjafa, sem er ekki það sem við viljum þegar við erum að “brenna”.

HVERNIG BRENNUM VIÐ ÞÁ FITU SEM ORKUGJAFA?

Með því að fasta, þegar við höfum ekki borðað í lengri tíma, eins og eftir svefn, þá færir líkaminn sig yfir í að brenna fitu fyrir orku þar sem blóðsykur og glýkógen í lifur er lágt og þá neyðist hann að nota fitu sem orkugjafa.

Rannsóknir hafa sýnt að fitubrennsluhormónið norepinephrine er mun hærra eftir fastandi þrekæfingu. Af þessari ástæðu hefur líkamsræktarfólk gert fitubrennsluna sína á fastandi maga að morgni til í fjölda ára.

En þetta er ekki alveg gallalaus aðferð. Auk þess að nota fitu sem orkugjafa þá mun líkami þinn einnig brjóta niður vöðva til að nota próteinin úr þeim sem orkugjafa, og þá sérstaklega amínósýrurnar leucine, isoleucine og valine (sem dagsdaglega kallast Branched Chain Amino Acid, eða BCAA). Og því meira sem álagið er því meiri eru líkurnar á vöðvaniðurbroti. Þetta er alls ekki gott mál. En það er til lausn við þessu vandamáli. Það er hægt að taka inn BCAA í fæðubótarformi fyrir fastandi æfingar sem minnkar eða kemur í veg fyrir vöðvaniðurbrot. Sem þýðir að þú heldur meiri vöðvamassa og í kjölfarið viðheldur betri grunnefnabrennslu.

Í dag eru HIIT æfingar (lotuæfingar) vinsælar fyrir brennslu og rannsóknir gefa til kynna að það er líklegast ekki best að gera þær í fastandi ástandi þar sem þær nota kolvetni fyrir orkugjafa en ekki fitu vegna hversu há ákefðin er. En mikilvægi BCAA er einnig mikil fyrir HIIT þjálfun og líklegast mun mikilvægari þar sem meiri ákefð eykur þörf á BCAA amínósýrum og þar af leiðandi aukast líkur á vöðvaniðurbroti eftir æfingar.

Ráð 3 – Borðaðu til að endurnæra vöðvana þína, en ekki lifur

Til einföldunar eru þrjár einsykrur sem við höfum áhuga á, glúkósi, frúktósi og galaktósi. Glúkósi er sú sykra sem líkaminn notar fyrir orku. Glúkósi fæst með því að borða hann beint eða með niðurbroti á öðrum kolvetnum og þá er hann annað hvort notaður sem orka, til að fylla glýkogenbirgðir eða honum er breytt í fitu.

- Auglýsing -

Það góða við glúkósa er að hann hefur tilhneigingu til að fylla á vöðva glýkógenbirgðir frekar en lifra glýkógenbirgðir. Sem er gott þar sem við viljum það.

En frúktósi hagar sér ekki svona vel. Þegar við borðum frúktósa þá fer hann allur til lifrarinnar þar sem hann fyllir á glýkógenbirgðir hennar. Vandamálið er að lifrin getur einungis geymt um 100 grömm af glýkógeni og þegar hún er full breytir hún frúktósa í þríglýseríð sem er ekki jákvætt fyrir grenningu og hvað þá fyrir almenna heilsu okkar. Við viljum augljóslega ekki innbyrða of mikið af frúktósa.

Frúktósa fáum við úr súkrósa, sem er bara venjulegur strásykur, en hann samanstendur af glúkósa og frúktósa í helmingshlutföllum. Auk þess sem þú vilt ekki borða of mikið af ávöxtum þrátt fyrir að þeir innihaldi gjarnan mikið af næringarefnum þá viltu ekki borða of mikið af þeim, það eru margar aðrar leiðir til að fá gæða næringu án þess að borða of mikið af ávöxtum. En þetta skal ekki túlkast sem svo að það eigi að forðast ávexti með öllu.

Annað atriði sem liggur augljóslega uppi er að frúktósi er afar óhentugur sem orkugjafi fyrir íþróttamenn, kolvetni sem enda sem glúkósi eru mun meira viðeigandi, bæði fyrir og eftir æfingar þar sem þau nýtast til að fylla á glýkógenbirgðir vöðva.

Gott grundvallarmataræði á undan ráðum

Þessi 3 ráð munu ekki virka sérstaklega vel ef þau eru notuð með mataræði og æfingakerfi sem eru léleg, en með góðu mataræði þá mun þessi ráð flýta verulega fyrir því að þú sjáir vel mótaða kviðvöðva á met tíma.

Eins og áður sagði er pistillinn úr smiðju Halla Magg heldur úti vefsíðunni heilsusidan.is. Halli er Osteópati B.Sc (hons)  og með einkaþjálfarapróf og hefur lesið um heilsutengd málefni síðan hann var unglingur.

Heimild

3 Tricks for faster fat loss

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-