-Auglýsing-

Heilsuráð Hrundar: Veldu heilkornavörur

Heilkorna brauðNú eru skólarnir að byrja og lífið fer að komast í rútínu. Það er mikilvægt að allir fari út í daginn með gott eldsneyti og þá er ekki verra að gera sér aðeins grein fyri því hvað væri gott að hafa á
morgunverðarborðinu. Pistillin er úr smiðju Hrundar Valgeirsdóttur næringarfræðings.

Undanfarin ár hefur umræðan um að velja heilkornavörur umfram kornvörur sem eru fínunnar færst í aukana. Einnig er ein af ráðleggingum um mataræði Íslendinga að nota gróft brauð og trefjaríkt kornmeti.Ástæðurnar bakvið þessar ráðleggingar eru að grófu kornvörurnar eru heilsusamlegri en þær fínunnu vegna þess þær innihalda meiri trefjar ásamt öðrum næringarefnum. Trefjaríkt fæði getur minnkað líkur á hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki 2 og sumum tegundum krabbameina.

Hérna í töflunni fyrir neðan sjást nokkur dæmi um hvernig hægt er að velja heilsusamlegri kornvörur þegar kemur að trefjainnihaldi

Til að auðvelda val á brauði út í búð, þá er gott að miða við að brauðið innihaldi að minnsta kosti 6 grömm af trefjum í 100 grömmum. Sum heilhveiti- og speltbrauð innihalda ekki það mikið og þess vegna er ágæt venja að skoða innihaldslýsinguna áður en brauðið er valið. Grófar heilkornavörur hafa aukist til muna síðustu árin og þess vegna ætti að vera auðveldara að velja þannig vörur í dag en áður. Einnig er hægt að baka sín eigin brauð með því að nota haframjöl ásamt heilhveiti, rúgi eða byggi og jafnvel hveitikími og fræjum sem uppistöðu og halda salti og sykri í lágmarki sem brauð út í búð geta oft verið rík af.

Hérna í töflunni fyrir neðan er sýndur munur á trefja- og fólatinnihaldi nokkurra tegunda brauða og korntegunda, en innihaldsupplýsingar voru fengnar úr ÍSGEM gagnagrunninum

Þannig að næst þegar þið eruð stödd úti í búð að velja ykkur brauð, pasta, hrísgrjón eða aðrar kornvörur, þá væri sniðugt að staldra við og velja trefjaríkari vöruna.

Pistillin er úr smiðju Hrundar Valgeirsdóttur næringarfræðings MSc. sem heldur úti heilsublogginu naering.com

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-