-Auglýsing-

Áfengi í hófi getur verið heilsusamlegt

Áfengisneysla í hófi ásamt heilsusamlegum lífstíl og reglulegri líkamsrækt gæti verið besta uppskriftin af löngu lífi.  Rannsókn á vegum ritsins European Heart Journal gefur til kynna að samsetningin geti minnkað áhættuna á hjartasjúkdómum. 

Sagt er frá því á fréttavef BBC að danskir vísindamenn komust að því að fólk sem stundar líkamsrækt er ólíklegra til þess að fá hjartasjúkóma og áhættan minnkaði ennfremur ef fólkið neytti áfengis í hófi. 

Fylgst var með 12,000 manns af báðum kynjum í 20 ár.  Með rannsókninni kom í ljós að þeir sem drukku aldrei áfengi og stunduðu enga líkamsrækt voru í meiri hættu á að fá hjartasjúkdóma, eða um 49% meiri en þeir sem neyttu áfengis í hófi, stunduðu líkamsrækt, eða gerðu bæði. 

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar gæti regluleg líkamsrækt og neysla á  minna en sjö glösum af víni á viku, þ.e. miðað við eitt vínglas á dag, minnkað áhættuna á að fá hjartasjúkdóma.  

Rannsóknir hafa áður bent til þess að lítil áfengisneysla geti minnkað áhættuna á hjartasjúkdómum þar sem áfengið eykur magn “góðs” kólesteróls í blóðinu auk þess að það gæti þynnt blóðið. 

Elle Mason frá British Heart Foundation segir að þrátt fyrir niðurstöður rannsóknarinnar sé varasamt að hvetja til áfengisneyslu.   „Sýnt hefur verið fram á að líkamsrækt er mun betri fyrir hjartað en að neyta áfengis, þar sem of mikil áfengisneysla hefur öfug áhrif og getur hækkað blóðþrýstinginn,” sagði Elle Mason. 

- Auglýsing-

„Rannsóknin bendir til þess að bæði líkamsrækt og neysla áfengis í hófi eru mikilvæg í að minnka áhættu á hjartasjúkdómum,” segir Morton Gronbaek, danskur prófessor sem tók þátt í rannsókninni.

www.mbl.is 09.01.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-