-Auglýsing-

14 árum lengra líf með heilbrigðum lífsstíl

Að borða nóg af ávöxtum og grænmeti, hreyfa sig, reykja ekki og drekka áfengi í hóflegu magni getur lengt líf fólks um allt að fjórtán ár. Þetta segir ný rannsókn, þar sem fylgst var með lífsháttum 20.000 manns í áratug.

Í rannsókninni, sem gerð var af háskólanum í Cambridge og breska læknaráðinu, kom fram að þeir sem ekki fylgdu neinum af þessum fjórum reglum voru fjórum sinnum líklegri til að hafa látist á þessum áratug, en þeir sem fylgdu öllum reglunum.

Þannig virðast einfaldar breytingar á lífsháttum samkvæmt rannsókninni geta lengt líf fólks umtalsvert, en þykja kannski ekki ný sannindi. Þátttakendur voru á aldrinum 45 til 79 ára og var rannsóknin gerð á árunum 1993 til 2006 þar sem fylgst var með hverjum einstakling í tíu ár. Stig voru gefin fyrir að reykja ekki, stunda reglulega hreyfingu, borða fimm skammta af ávöxtum og grænmeti á dag og drekka í mesta lagi sem svarar sjö vínglösum á viku.

Vísindamennirnir komust ekki aðeins að því að heilbrigður lífsstíll stuðlaði að lengra lífi, heldur reyndust sextugir þátttakendur sem ekkert stig fengu vera jafn líklegir til að hafa látist og þeir sem voru 74 ára gamlir og fengu öll fjögur stigin.

Einnig vakti athygli að stétt og efni þátttakenda og líkamsþyngdarstuðull höfðu engin áhrif á líkurnar.

www.mbl.is 08.01.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-