-Auglýsing-

Grískur Kjúklingur með fetaosti og grískri jógúrt

griskur-kjuklingur-(small)Frábær helgi framundan sem sakmkvæmt veðurfræðingum er undanfari litla sumars sem á að ríkja hér í næstu viku. Við á hjartalif.is höfum nú gengið til samstarfs við gottimatinn.is og munum birta reglulega uppskriftir þaðan. Það skal þó tekið fram að í einhverjum tilvikum þurfa lesendur okkar að aðlaga uppskriftina að þeirra þörfum ef ástæða þykir til. Þessi lýtur út fyrir að vera sérlega girnileg.

Fyrir 4-5

Kjúklingur
• salt og nýmalaður svartur pipar
4 stk kjúklingabringur skornar í strimla (4-6)
1 msk smjör
1 msk olía

Sósa
2 stk hvítlauksgeirar
1 stk meðalstór rauðlaukur
2 dl kjúklingasoð(vatn og kraftur)
2 dl grísk jógúrt
1 msk maisenamjöl
100 g fetaostur í olíu
2 tsk rósmarín
2 tsk soyjasósa

Til að strá yfir
1 dl góðar ólífur í olíu
50 g feta í teningum
2 msk saxað ferskt rósmarín (má sleppa)

-Auglýsing-

Aðferð:

Brúnið kjúklingastrimlana í smjörinu og olíunni, Kryddið með salti og nýmuldum svörtum pipar. Setjið laukinn og hvítlaukinn á pönnuna og bætið kjúklingasoðinu í, rósmarín og soyjasósu.
Bætið í fetaostinum og sjóðið þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.
Lækkið hitann, hrærið jógúrti og maisenamjöli saman og bætið varlega í sósuna gætið að sjóða ekki mikið eftir að jógúrtin er komin saman við.
Stráið ólífum, fetaosti og fersku rósmarín yfir og berið fram með nýbökuðu brauði.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson

- Auglýsing-

Af vefnum gott í matinn.is

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-