-Auglýsing-

6 góðar ástæður til að borða trefjaríkan mat

Hollusta og trefjarÞað er ekki bara á Íslandi sem trefjaneysla er og lítil en á dögunum fjallaði Danska Ekstrablaðið um inntöku trefja hjá Dönum, en skv. þeim þá borða þeir of lítið af trefjaríkum mat.

Trefjar í mat geta verið leysanlegar og óleysanlegar. Óleysanlegar trefjar fara hraðar í gegnum meltingarveginn en þær leysnalegu, en þær mynda gel sem seinkar meltingunni og auka á seddutilfinningu. Báðar tegundir eru mikilvægar.

-Auglýsing-

1. Astmi

Í Lausanne í Sviss var gerð tilraun með mýs og þeim gefinn annars vegar trefjarík fæða og hins vegar trefjasnauð. Niðurstöðurnar sýndu að fæðan hefur áhrif á ónæmisfrumur og veikindi utan þarmanna. Vísindamennirnir telja að trefjarnar hafi áhrif á bakteríuflóruna sem síðan hafi áhrif á þróun ónæmisfrumanna annars staðar í líkamanum m.a. í lungum.

- Auglýsing-

2. Sykursýki 2

Rannsóknir gerðar í Lýðheilsuskólanum í Harvard sýndu að trefjar úr korni geti minnkað líkur á sykursýki 2. Niðurstöður greininga benda m.a. til að tveir auka skammtar af heilkornum á dag geti minnkað líkur á sykursýki 2 um 21 prósent.

3. Þarmavandamál

Pokamyndun í ristli er algengt vandamál hjá eldra fólki. Pokarnir eru mjög varasamir og geta fyllst af úrgangi. Trefjaríkur matur verður til þess að úrgangurinn fer hraðar í gegnum meltingakerfið og minnkar þannig líkur á sýkingum. Rannsóknir til margra ára hafa sýnt að sérstaklega óvatnsleysanlegar trefjar minnka líkurnar allt að 40 prósent á þarmavandamálum.

4. Hjartasjúkdómar

Í Háskólanum í Leeds var gerð rannsókn 2013 sem sýndi að fyrir hver sjö grömm af trefjaríkum mat minnkuðu líkurnar á hjartasjúkdómum um 9 prósent.

5. Kólesteról

Rannsóknir hafa sýnt að 10 til 25 grömm af leysanlegum trefjum á dag geta minnkað kólesteról um 18 prósent. Samkvæmt Amerísku Lýðheilsustöðinni geta 5-10 grömm aukatrefja á dag minnkað slæma kólesterólið um fimm prósent. Leysanlegu trefjarnar drekka í sig kólesterólið áður en það kemst út í blóðið. Trefjarnar virðast ekki hafa mikil áhrif á góða kólesterólið og óleysanlegar trefjar virðast ekki hafa nein áhrif.

6. Þyngdartap

Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að trefjar í mat geti haft áhrif á þyngdartap. Greining sem var gerð 2001 á fyrri rannsóknum sýndi að 14 grömm af aukinni inntöku trefja tengdist 10 prósent minnkun í orkuinntöku og þyngdartapi uppá 1,9 kg á 3,8 mánuðum.
Í einum skammti af heilveitipasta, tveimur stykkjum af ávöxtum eða grænmeti eru í kringum 7 grömm af trefjum.

- Auglýsing -

Bætum trefjaríkum mat við fæðuval okkar.

Dæmi um fæðu sem inniheldur leysanlegar trefjar eru: haframjöl, hnetur, baunir, epli (með hýði) og bláber.

Dæmi um fæðu sem inniheldur óleysanlegar trefjar eru: fræ, grjón, appelsínur (aldinkjötið) og grænmeti.

Muna þarf þó að drekka vel af vökva til að koma í veg fyrir hægðartregðu.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-