-Auglýsing-

Aðeins eitt hjartaþræðingatæki í notkun en nýtt tæki kemur til landsins í febrúar

RöðBiðlistar hafa lengst eftir hjarta- og kransæðamyndatökum á Landspítalanum vegna manneklu og úrelts tækjabúnaðar. Beðið er eftir nýju hjartaþræðingatæki á hjartadeildinni.

Davíð O. Arnar yfirlæknir á hjartadeild Landspítalans segir að biðlistar eftir hjartaþræðingu hafi lengst vegna manneklu og úrelts tækjabúnaðar. Landlæknisembættið birti nýverið upplýsingar um hversu margir væru á biðlista eftir aðgerðum í október 2013  Þar kemur fram að aldrei hafa fleiri verið á biðlista eftir hjarta- og kransæðamyndatökum en nú, ef skoðaðar eru tölur frá 2010 til 2013, en 123 hafa beðið lengur en þrjá mánuði eftir að komast í slíka aðgerð. Þetta er þó einungis rétt rúmur helmingur þeirra sem eru á biðlista eftir aðgerð, en annar eins fjöldi hefur beðið skemur en þrjá mánuði. Á sama tíma árið 2011 voru einungis þrír á biðlista.

Nokkrar ástæður er fyrir því að biðlistinn hefur lengst. Tækjakosturinn sem notaður hefur verið til þræðinga er orðinn gamall. Gömul tæki bila oftar og hefur það orðið til þess að ekki hefur verið hægt að fullnýta báðar kransæðastofurnar. „Svo hefur líka verið dálítil mannekla á meðal hjartalækna þannig að við höfum þurft að nota þá hjartasérfræðinga sem sjá um að gera hjartaþræðingarnar í önnur verkefni. Þannig að við höfum ekki verið með fullan mannskap þar. Og við höfum verið að bæta úr þessu undanfarið með því að ráða fleiri lækna og síðan erum við búin að kaupa nýtt hjartaþræðingatæki sem kemur til landsins núna í febrúar,“ segir Davíð.

Einungis eitt hjartaþræðingatæki er í notkun. Elsta tækið var tekið úr notkun í nóvember en von var á nýju tæki í desember sem er ekki komið enn. Þar með hefur aðeins ein stofa fyrir hjartaþræðingar verið í notkun síðustu tvo mánuði. 

Af vef ruv.is 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-