-Auglýsing-

Hafa kólesteról lækkandi lyf áhrif á minni?

StatínlyfSamkvæmt nýrri rannsókn á rottum hafa sum statínlyf áhrif á minni. Sérfræðingar eru þó ekki á eitt sáttir og vilja meina að lyfin hafi margsannað sig og það hafi meira vægi en “hugsanlegar” aukaverkanir.

Statínlyf sem tekin eru af þúsundum Íslendinga geta hugsanlega leitt til minnistaps , samkvæmt því sem vísindamenn sem hafa rannsakað málið segja. Þetta kemur fram í Mail Online.

-Auglýsing-

Í tilraunum kom fram að eitt af þeim lyfjum sem er mikið ávísað á í Bretlandi, virðist skerða getu til að mynda nýjar minningar og kalla fram upplýsingar.

Umrætt lyf heitir pravastatín og reyndist hafa neikvæð áhrif í tilraun sem var gerð á rottum.

- Auglýsing-

Vísindamenn við Bristol Háskóla segja rannsóknina koma heim og saman við frásagnir sjúklinga af því að þeim finnist þeir vera óskýrir eða ringlaðir í höfðinu .

Vísindamennirnir sögðu jafnframt að það væri mjög líklegt að aðrar tegundir statínlyfja hefðu líka áhrif á minnistap.

Aðrir sérfræðingar hafna rannsókninni og halda því fram að ávinningur af notkun statínlyfja sé meiri og vegi þyngra en aukaverkanir lyfjanna.

Statínlyf lækka slæma kólesterólið í blóði og eru þau lyf sem einna mest er ávísað á í hinum vestræna heimi og má telja líklegt að hér á Íslandi séu þúsundir sem taka þessi lyf að staðaldri.

Þau eru notuð til að meðhöndla þá sem eru með hjartasjúkdóma eða í áhættuhóp fyrir hjarta og æðasjúkdómum. Lyfjunum er þakkað að lífi þúsunda manna er bjargað á hverju ári og sumir læknar telja að allir sem komnir eru yfir fimmtugt ættu að taka lyfið.

Þó eru til ýmsar skjalfestar aukaverkanir eins og vöðva og lifrarvandamál , þokukennd sjón, þreyta og svefnörðugleikar. Þessi staðreynd hefur leitt til þess að sumir læknar telja að þeir einir ættu að taka lyfið sem eru í áhættu vegna hjarta og æðasjúkdóma.

Taugasérfræðingarnir frá Bristol skoðuðu áhrif tveggja helstu statínlyfjanna sem ávísað er á í Bretlandi -pravastatíns og atorvastatín (Lipitor)- á minni hjá rottum.

Vísindamennirnir komust að því að rottunum sem gefið var pravastatín áttu erfiðara með að læra hvar sæti matarskammturinn var falinn.

Þær áttu líka í erfiðleikum með að muna hluti sem þær höfðu séð áður.

Þessari hegðun líktu rannsakendur við að einhver vissi að þeir hefðu bíllyklana , en gætu ekki munað hvar þeir hefðu lagt þá frá sér.

- Auglýsing -

Talið er statín dragi úr magni kólesteróls í heilanum eða hafi bein áhrif á taugafrumur.

Fjórðung af kólesteróli í líkamanum er að finna í höfðinu , þar sem það virkar sem hjálpartæki í flutningum á merkjum á milli heilafruma.

Minnisvandamálin hurfu skömmu eftir að dýrin voru tekin af pravastatin. Atorvastatín (Lipitor) hafði ekki áhrif á minni samkvæmt skýrslunni sem birt var í tímaritinu PLoS ONE.

Það er óljóst hvers vegna pravastatín hafði áhrif á minni þar sem lyfið er ekki talið að vera fært um að fara yfir í heilann en það gerir atorvastatín (Lipitor) aftur á móti.

Vísindamennirnir frá Bristol segja að sjúklingar á statínlyfjum ættu að taka mið af niðurstöðum og varað er við því að það sé líklegt að önnur statínlyf geti einnig haft áhrif minni.

Prófessor Neil Marrion segir : „Ef þú tekur eftir að þú ert með minnisvandamál eða fólk í kringum þig tekur eftir því að þú eigir við slík vandamál að stríða, hafðu þá samband við læknirinn þinn og þú skalt biðja hann um annað statínlyf og vandamálið gæti verið úr sögunni. ”

Aðrir telja ráðleggingarnar vera langt yfir línu.

Hjartalækninn Kausik Ray , sem er aðili að the British Cardiovascular Society , sagði að í stórum rannsóknum á veikburða og öldruðum hafði ekki tekist að finna neinar vísbendingar um að statínlyf geti skert minni fólks.

„Ég geri ekki rannsóknir á rottum, ég geri stórar rannsóknir á mönnum , ” sagði hann.

„Það er ástæða fyrir því að fólk er á statínlyfjum – og það er til að draga úr hættu á hjarta og heilaáföllum. ”

Eftirlitsstofnun með lyfjum í Bretlandi Medicines and Healthcare Regulatory products Agency (MHRA) segja að minnisvandamál séu nú þegar skráð sem hugsanleg aukaverkun af notkun statínlyfja.

Talsmaður þeirra segir: ” Ávinningurinn af notkun statína er vel þekktur og traustur. Ávinningurinn er meiri heldur en áhættan á aukaverkunum hjá sjúklingum sem taka lyfin.

Við erum meðvituð um þessa rannsókn og eins og með öll lyf, komum við til með að fylgjast mjög náið með öryggi statínlyfja.“

Tengt efni:

Eru aukaverkanir statíns þjáninganna virði?

Kólesteról lækkandi lyf rýra kosti líkamsræktar

Tengsl milli statín lyfja og sykursýki 

 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-