-Auglýsing-

Fitan fær uppreisn æru

KókosolíaKókósolía er eitt nýjasta æðið í næringargeiranum og ganga sumir svo langt að kalla hana ofurfæði.

Anna Sigríður Ólafsdóttir, dósent við Háskóla Íslands, bendir á að það er alltaf ástæða til að staldra við og setja spurningamerki við slíka stimpla. Anna Sigríður var í sínu vikulega spjalli á Rás 2 í morgun.

-Auglýsing-

Á tíunda áratugnum var skorin upp herör gegn fituneyslu með of „góðum“ árangri að mati Önnu Sigríðar því í stað fitunnar fór fólk að neyta sykurs í auknum mæli.

Segja má að fita hafi fengið uppreisn æru á undanförnum árum því æ betur hefur komið í ljós að hún er okkur lífsnauðsynleg. Það er þó ekki sama hvers konar fitu við borðum.

Engin fita er sögð hollari nú um mundir er kókósolía en eins og Anna Sigríður bendir á eru rannsóknir um áhrif hennar á menn af skornum skammti og þær sem eru til staðar jafnvel misvísandi.

Margt bendir til að hún hafi ýmsa góða kosti í för með sér fyrir heilsu okkar en ástæðulaust sé að skipta út öllum öðrum fitugjöfum og olíu fyrir kókósolíu.

- Auglýsing-

Þegar fita eða olía er valin er tilvalið að láta bragðlaukana ráða ferðinni og hafa að leiðarljósi að fjölbreytni og meðalhóf er lykillinn.

Hér er hægt að heyra viðtalið við Önnu Sigríði í heild sinni.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-