-Auglýsing-

Að temja sér jákvæðar lífsvenjur

Gleði„Við erum það sem við endurtökum. Afrek eru því ekki athafnir heldur venjur.“ Aristóteles

Ef þig langar að breyta þínu lífi á jákvæðan hátt, hvar myndir þú byrja? Byrjaðu á því að velja eina venju og einbeita þér að henni í 30 daga. Skrifaðu niður á blað hvaða venju þú ætlar að taka upp, hvers vegna, hvað hvetur þig til þess, hvað gæti hindrað þig og hvernig þú ætlar að gera það. Skuldbittu þig algjörlega og gerðu það upphátt. Skráðu niður ferlið og hvernig gengur. Upplýstu þitt nærumhverfi um árangur og stöðu. Hafðu vísan stuðning þegar illa gengur og mundu að verðlauna öll jákvæð skref. Ef þér mistekst, skoðaðu hvað fór úrskeiðis, finndu leið í gegnum hindrunina og reyndu aftur. Hér eru 7 góðar lífsvenjur sem geta haft jákvæð áhrif á þitt líf.

-Auglýsing-


Jákvæð hugsun

Það getur verið mjög gagnlegt að byrja hér þar sem jákvæð hugsun er undirstaðan í að takast á við breytingar og taka upp nýjar venjur. Til að þjálfa upp jákvæða hugsun er mikilvægt að byrja á því að taka eftir neikvæðum hugsunum og síðan að skipta þeim út fyrir jákvæðari.

- Auglýsing-


Hreyfing

Hreyfing eykur vellíðan og sjálfstraust. Það leggur enn frekar grunninn að því að auðveldara verður að taka upp nýjar venjur og það styrkir einnig jákvæða hugsun.


Færri verkefni

Ef þú fækkar verkefnum nærðu að einbeita þér betur, klárar þau fyrr og þú upplifir minni streitu. Það verður minni togstreita og færri atriði sem trufla þig.


Eitt markmið í einu

Lykillinn að því að ná settu markmiði er að vinna að einu í einu. Þegar þú reynir að ná mörgum markmiðum á sama tíma dreifist bæði athyglin og orkan.


Útilokaðu það sem skiptir ekki máli

Berðu fyrst kennsl á það sem skiptir máli í þínu lífi.


Hvað er þér kærast?

Slepptu öllu hinu! Þetta einfaldar líf þitt til muna og gefur þér tækifæri til að veita því sem skiptir þig mestu máli athygli.

- Auglýsing -


Góðmennska

Beindu athyglinni að góðmennsku og hlýju innra með þér og í kringum þig. Veldu að gera eitthvað gott fyrir einhvern, veldu hvað það er og fyrir hvern. Leggðu áherslu á að sýna vinsemd, góðmennsku og hlýju í öllum þínum samskiptum.


Dagleg rútína

Auðveldast og áhrifaríkast eru venjurnar sem tengjast upphafi eða lokum dagsins, t.d. hvenær þú vaknar, hvað þú gerir á morgnana, hvað þú gerir í lok vinnudagsins og hvenær þú ferð að sofa. Þetta hjálpar þér að halda utan um þræðina í lífinu og vita hvað bíður þín á morgun. Venjur í daglegri hegðun styrkja og viðhalda öðrum venjum hjá okkur.

Bryndís Einarsdóttir sálfræðingur, heilsustodin.is

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-