Hár blóðsykur og áhrifin á líkamann

Sykur er mikil skaðvaldur og getur haft alvarleg áhrif á líkaman.

Líklegt er að mörg okkar hafi of háan blóðsykur og hafa ekki hugmynd um það. Kannski sækir þorsti oft á þig eða þú þarft sífellt að vera að pissa. Kannski ertu með skurði sem gróa seint eða þú ert óvenju þreytt/ur. Það sem kannski er mun líklegara, að þú hafir engin einkenni.

Hækkaður blóðsykur er ills viti. Hann hraðar öldrun, veldur sykursýki 2 og eykur líkurnar á hjartasjúkdómum og heilablóðfalli.

Insúlínviðnám- Hækkaður blóðsykur -sykursýki 2

Kolvetni, einkum þau auðmeltu eins og sykur, morgunkorn, pasta, brauð og kartöflur brotna auðveldlega niður í meltingarveginum og losa sykur út í líkamann. Brisið bregst við með því að framleiða insúlín sem hefur það meginhlutverk að ná blóðsykurmagninu niður og gerir það með því að hjálpa orkufrekum frumum eins og vöðvafrumum að taka sykurinn upp.

Auglýsing

Því miður getur óheilnæmt mataræði og áralangt hreyfingarleysi leitt til þess sem kallast „insúlínviðnám“. Líkaminn verður með örðrum orðum ónæmari fyrir insúlíni. Afleiðingarnar eru svo þær að blóðsykurinn skríður upp á við en hækkaður blóðsykur er forstigeinkenni sykursýki 2. Þegar blóðsykurinn hækkar bregst brisið við með því að dæla út æ meira insúlíni. En það er einsog að öskra á börnin sín. Fljótlega hætta þau að hlusta.

Þótt offita geti leitt til sykursýki 2 er það ekki óhjákvæmilegt. Maður getur verið of þungur án þess að vera sykursjúkur og sykursjúkur án þess að vera of þungur. Reyndar getur verið hættulegra að vera mjór og með sykursýki 2 en að vera feitur með sjúkdóminn. Raunverulegi vandinn er ekki hvað þú dragnast með af fitu heldur hvar hún sest. Ef þú safnar fitu á röngum stöðum getur það leitt til hækkunar á blóðsykri með öllum hugsanlegum hliðarverkunum, þar á meðal missa útlim.

Sykursýki hefur slæm áhrif á líkaman á ótal marga vegu

Hárþrýstingur
70% sykursjúkra þurfa blóðþrýstingslyf

Blóðfita
65% sykursjúkra þurfa blóðfitulyf

Hjartaáfall
Sykursjúkir, jafnvel þó þeir séu á fullum lyfjum, eru tvisvar sinnum líklegri til að lenda á spítala, örkumlast eða deyja úr hjartaáfalli.

Heilablóðfall
Sykursjúkir eru 1,5 sinnum líklegri til að fá lamandi heilablóðfall.

Blinda og augnkvillar
Sykursýki er helsta orsök fyrirbyggjanlegrar blindu í þróuðum löndum.

Getueysi
Sykursýki er ein helsta orsök getuleysis.

Vitglöp
Sykursýki tvöfaldar hættuna á vitglöpum.

Nýrnabilun
Sykursýki er orsök nýrnabilunar í helmingi nýrra tilfella; flestir sem fara í himnuskiljun eru sykursjúkir.

Aflimun
Í Bretlandi eru yfir 7.000 manns aflimaðir árlega vegna sykursýki og yfir 73.000 í Bandaríkjunum.

Björn Ófeigs.

Heimild: Blóðsykurkúrinn eftir Michael Mostely

Munið eftir að læka við okkur á Facebook

Auglýsing