-Auglýsing-

Hvers vegna er dökkt súkkulaði gott fyrir okkur?

SúkkulaðihjartaDaily Mail fjallaði á dögunum um áhugaverða rannsókn sem hefur leitt í ljós hvers vegna dökkt súkkulaði er gott fyrir okkur en lengi hefur verið deilt um hvort súkkulaði sé almennt gott eða ekki. Með þessari rannsókn fáum við loksins að vita af hverju það er gott fyri hjarta og æðakerfi.

Nú er hægt að borða dökkt súkkulaði án samviskubits þar sem rannsakendur hafa komist að því hvers vegna það er svona gott fyrir okkur.

Fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós að dagleg neysla á dökku súkkulaði getur lækkað blóðþrýstinginn og er góð fyrir hjartað.

Nú hafa rannsakendur komist að því hvers vegna þetta gerist, en það er vegna þess hvernig góðu bakteríurnar vinna vel úr kakóbaununum í ristlinum, gerja og melta trefjarnar og til verða efni sem eru bólgueyðandi.

Rannsakandinn Maria Moore frá Louisiana State Háskólanum segir „við höfum komist að því að það eru tvær tegundir af bakteríum í þörmunum, góðar og slæmar. Góðu bakteríurnar, eins og til dæmis Bifidobacterium og lactic acid bakteríur, borða súkkulaði.“ Þannig að þegar við borðum dökkt súkkulaði þá vaxa þessar bakteríur, gerja trefjarnar og búa til efni sem minnkar bólgur. Þetta efni fer inn í blóðstreymið og verndar hjartað og æðarnar frá skemmdum, samkvæmt Moore. Efnið getur minnkað bólgur í hjarta- og æðavefum og minnka þannig hættuna á heilablóðfalli.

Slæmar þarmabakteríur, eins og Clostridia og sumar Escherichia coli (E.coli) valda bólgum, uppþembu, niðurgangi og hægðartregðu.

- Auglýsing-

Rannsakendur prófuðu þrjár týpur af kakódufti á gervi meltingarfærum með mörgum mismunandi prófunartúpum.

Kakó inniheldur andoxunarefni sem kallast polyphenol, eins og catechin og epicatechin, sem og lítið magn af trefjum. Þessi efni eru yfirleitt tormeltanleg en góðu bakteríurnar í ristlinum vinna auðveldlega úr efnunum.

Dökkt súkkulaði inniheldur mikið magn af kakói sem eykur þetta ferli og er því ekki svo slæmt að næla sér í smá bita við og við.

Þýtt og endursagt af Daily Mail.

Hanna María Guðbjartsdóttir.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-