-Auglýsing-

Margir sendir beint til læknis

iStock 000002924146XSmallMbl.is greinir frá því í dag að 713 manns hafi komið þegar Hjartaheill og SÍBS buðu ókeypis mælingu á blóðþrýstingi, blóðsykri, blóðfitu og súrefnismettun um helgina. Dagný Erna Lárusdóttir, formaður SÍBS, segir að aðsóknin hafi verið framar vonum og alla helgina hafi verið biðröð fólks sem vildi komast að.

Gjarnan hafi hátt í hundrað manns beðið. Fimmtán hjúkrunarnemar og hjúkrunarfræðingur sinntu þeim sem komu. „Mikinn fjölda þeirra sem við mældum sendum við beint til læknis,“ segir Dagný.

-Auglýsing-

Hún metur þetta svo að erfitt sé að komast til heimilislæknis. „Það kostar pening og bið. Það segir sitt að fólk skuli hafa verið tilbúið til þess að standa úti í þessum kulda til að fá ókeypis mælingu,“ segir Dagný. Tugir komust ekki að og býst Dagný við að aftur verði boðið upp á mælingu í haust.

Hverjar svosem ástæður fólks eru fyrir því að vera svona værukært er greinilegt að mikil þörf er á svona mælingum og ljóst að það eru margir þarna úti sem ekki þekkja sín gildi. Það er áhyggjuefni og rétt að benda fólki á að það er mikilvægt að þekkja gildin sín, það hreinlega getur bjargað mannslífum.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-