-Auglýsing-

Tengsl milli statín lyfja og sykursýki

Simvastatin 1Samkvæmt kanadískri rannsókn sem sagt er frá á vefútgáfum BBC og dailymail, geta sum lyf sem tekin eru til að vernda hjartað, aukið áhættuna á því að að þróa með sér sykursýki 2.

Rannsóknin tók til 1,5 milljónar manna og var birt í The British Medical Journal en þar kemur fram að þeir sem tóku inn simavastatín sem er eitt algengasta lyfið sem ávísað er á, eru í 10% meiri áhættu á því að þróa með sér áunna sykursýki og þeir sem taka inn atorvastatín juku líkurnar um 22% ef borið er saman við mildari lyf.

-Auglýsing-

Statínlyfið atorvastatin var tengt við eitt auka tilfelli af sykursýki hjá hverjum 160 sjúklingum sem meðferðina fá. Sérfræðingar segja þó að kostir þess að taka lyfin vegi þyngra en þessi aukna áhætta.

Statínlyf eru lyfjaflokkur sem eru mikið notuð til að lækka gildi vonda kólesterólsins í blóðinu. Þessi lækkun á vondu kólesteróli minnkar hættuna á hjarta- eða heilaáföllum og skiptir því miklu fyrir mjög marga.

Öll lyf hafa aukaverkanir, en hópur vísindamanna frá Ontario lét hafa eftir sér að ágreiningur hefði verið uppi varðandi aukna áhættu á sykursýki eftir því um hvaða statín lyf væri að ræða.

Skoðaðar voru sjúkraskrár 1,5 milljónar manna sem voru eldri en 66 ára og borin voru saman tilfelli af sykursýki á milli fólks sem notaði mismunandi tegundir statínlyfja.

- Auglýsing-

Í niðurstöðu sinni segja vísindamennirnir „Við fundum út að þeir sem taka atorvastatín, rosuvarstatín eða simvastatín eru í aukinni áhættu á að þróa með sér áunna sykursýki samanborið við þá sem voru meðhöndlaðir með pravastatín.

„Meðferðaraðilar ættu að hugleiða þessa áhættu þegar þeir áforma statín lyfjameðferð fyrir einstaka sjúklinga. Það gæti þá mögulega verið betra að mæla með pravastatín.“

Kostir statín lyfja

Í athugasemdum við rannsóknina létu Prófessor Risto Huupponen og Prófessor Jorma Viikari frá Háskólanum í Turku hafa eftir sér að heilt yfir þá vegi kostir þess að nota statín lyf klárlega þyngra en hugsanleg áhætta þess að þróa með sér sykursýki.

Hinsvegar segja þeir eðlilegt að beina þessum mismunandi tegundum af statín lyfjum til sjúklinga við hæfi. Öflugustu statínin og sérstaklega í stærri skömmtun, ætti frekar að vera beint til þeirra sjúklinga sem ekki svara lágskammtameðferð en eru í áhættuhóp fyrir hjarta og æðasjúkdómum.

Maureen Talbot frá British Heart Foundation segir „Milljónir manna í Bretlandi taka statínlyf á öruggan hátt til að vernda þá gegn því að þróa með sér kransæðasjúkdóma“.

„Jafnvel þó þessi rannsókn bendi til aukinnar hættu eldra fólks á að þróa með sér sykursýki þegar tekin eru statín lyf, kann að vera að aðrir þættir eins og yfirþyngd, fjölskyldusaga og kynþáttur geti haft þar áhrif. Það fylgja bæði kostir og gallar því að taka öll lyf, en ef þú hefur áhyggjur ættir þú að ræða við læknirinn þinn.“

Hér má sjá umfjöllun BBC um málið

- Auglýsing -

Hér má sjá umfjöllun Daily Mail um málið

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-