-Auglýsing-

30% fá slæma niðurstöðu

iStock 000013790620XSmallÁsgeir Þór Árnason, framkvæmdastjóri Hjartaheilla, leggur áherslu á að þeir sem ekki vita gildin sín mæti í ókeypis mælingu á blóðþrýstingi, blóðsykri og blóðfitu. Líka unga fólkið.

SÍBS og Hjartaheill bjóða upp á ókeypis mælingar á blóðþrýstingi og öðum gildum í SÍBS húsinu í Síðumúla þessa helgina og verður opið á milli klukkan ellefu og þrjú í dag.

„Á milli sjö og átta hundruð Íslendingar látast af völdum hjarta- og æðasjúkdóma á ári hverju. Mælingin tekur stuttan tíma og gefur mikilvægar upplýsingar. Flestir sem hingað koma og mælast með há gildi eru algjörlega grunlausir umstöðuna,“ segir Ásgeir Þór. „Það er mjög mikið af fólki sem eru tifandi tímasprengjur bara úti á meðal okkar. Þess vegna er það sem við höfum lagt ríka áherslu á það hjá Hjartaheillum að skima eftir þessum þáttum og um leið að koma í veg fyrir að fólk sé að fá kransaæðastíflu eða ótímabært hjartaáfall. Það að þekkja gildin sín er mikilvægt.“

Þrjátíu prósent þeirra sem koma í mælingu fá slæma niðurstöðu. „Ef við erum búin að fá 200 manns núna að þá eru 60 af þeim í mjög erfiðum málum og sumir bara þurfa hreinlega að fara til hjartalæknis strax eftir helgina. Að minnsta kosti til heimilislæknisins,“ segir Ásgeir Þór.

Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri SÍBS, leggur áherslu á þann vanda sem lífsstílssjúkdómar eru. „Þá má rekja glötuð æviár bæði vegna ótímabærs dauða og ótímabærrar örorku til þessara sjúkdóma, um tólf þúsund æviár á hverju einasta ári.“ Og það hættulegasta við nútímalífsstílinn er mataræðið.

Hér má sjá frétt af vef rúv.is um málið.

- Auglýsing-

www.ruv.is 25.05.2013

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-