-Auglýsing-

Landspítalinn lýstur upp

Landspítalinn við Hringbraut er nú í þriðja sinn lýstur upp í rauðum lit til að minna á forvarnir hjá konum vegna hjarta- og æðasjúkdóma.
Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta dánarorsök kvenna á Íslandi líkt og annarsstaðar í heiminum. GoRed átakið miðar að því að fræða konur um áhættuþætti og einkenni hjarta- og æðasjúkdóma og hvernig draga má úr líkum á þessum sjúkdómum.
GoRed átakið er alheimsátak á vegum World Heart Federation. Verndari átaksins hér á landi er Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrum heilbrigðisráðherra. Formaður stjórnar GoRed er Vilborg Sigurðardóttir sérfræðingur í hjartasjúkdómum.

Konur eru oft ekki meðvitaðar um eigin áhættu og greinast með kransæðasjúkdóm um 10 árum síðar en karlar en jafn margar konur og karlar látast árlega af völdum hjarta- og æðasjúkdóma. Á árinu 2009 létust 84 konur úr heilaæðasjúkdómi (slag) á Íslandi og 75 karlar.
Samkvæmt rannsóknum Hjartaverndar eykst tíðni áhættuþátta margfalt hjá konum eftir 50 ára aldur, svo sem hár blóðþrýstingur, hátt kólesteról, sykursýki og ofþyngd. Jákvætt er að verulega hefur dregið úr reykingum á Íslandi en reykingar eru mjög stór áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma, ekki síst hjá konum. Með hollu mataræði og reglubundinni hreyfingu má minnka líkurnar á flestum áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma.
Það eru einungis fáein ár síðan farið var að leggja áherslu á að miðla upplýsingum til kvenna og heilbrigðisfagfólks um hve tíðni hjarta- og æðasjúkdóma er há hjá konum. Mikilvægt er að upplýsa konur um fyrstu einkenni hjarta- og heilaæðasjúkdóma til að geta brugðist skjótt við. Enginn einstaklingur læknast af slíkum sjúkdómi – heldur lærir hann að lifa með honum.
GoRed á Íslandi er samstarfsverkefni Hjartaverndar, Heilaheilla og Hjartaheilla, lands¬samtaka hjartasjúklinga, auk fagdeildar hjartahjúkrunarfræðinga og Lýðheilsu¬stöðvar. GoRed stendur nú í þriðja skiptið fyrir átaki til að fræða konur um áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma, einkennin og hvernig hægt er að minnka líkurnar á að fá þessa sjúkdóma.

-Auglýsing-

Ætlunin er að vera með víðtæka kynningu, skemmtun og fræðslu í Smáralind í Kópavogi frá og með 12. febrúar næstkomandi og nær átakið hámarki þann 17. febrúar en þá verður haldið konukvöld í Smáralind með ýmsum skemmtilegum uppákomum.
Á Akureyri verður einnig vegleg dagskrá á konudaginn þann 20. febrúar.

Til mikils að vinna, því markmið átaksins er að fræða konur og karla um einkenni hjarta- og æðasjúkdóma en sú þekking getur bjargað mannslífi.

- Auglýsing-

Nánari upplýsingar veita:
Bylgja Valtýsdóttir Hjartavernd í síma 898 9632
Sigríður Þormar Heilaheill í síma 869 5758 eða Sólveig Haraldsdóttir í síma 699 1106
Sveinn Guðmundsson Hjartaheill í síma 693 8090

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-