-Auglýsing-

Niðurskurður – öryggi sjúklinga

iStock 000008145814 ExtraSmallOft hef ég á þessum vettvangi gert athugasemdir við hvernig yfirstjórn LSH hefur hagað niðurskurði hjá sér undanfarinn ár til að mæta niðurskurðarkröfum ríkisins. Auk þessa hef ég á stundum gert athugsemdir eða lýst yfir efasemdum um eitt og annað sem snúið hefur að þjónustu við hjartasjúklinga.
Í þessum aðfinnslum mínum hef ég hamrað á öryggi sjúklinga og hef óttast að því geti verið stefnt í hættu.
Því verður ekki á móti mælt að stjórnendur LSH hafa náð glæsilegum árangri í sparnaði og að þeirra sögn hefur það ekki bitnað á öryggi sjúklinga þó svo þjónusta hafi á sumum sviðum verið skert.

Nú bregður svo við að ríkisvaldið er blóðugum niðurskurði í heilbrigðiskerfinu um allt land og sitt sýnist hverjum. Það sló mig hinsvegar hressilega þegar ég las viðtal við Björn Zoega Forstjóra LSH þar sem hann opnaði á þann möguleika að hjartaaðgerðir yrðu lagðar niður á Íslandi og færðar til útlanda.

-Auglýsing-

Ég verð nú að játa að ég trúi því ekki að þetta verði reyndin þar sem hugmyndin er svo algjörlega galinn og út í hött. Ég get ekki séð annað en að þetta myndi kosta mikla peninga og mikið óhagræði  að senda fólk í hjartaaðgerðir erlendis og ljóst að mannslífum yrði fórnað þ.e. það er ekki fulljóst að allir kæmust á áfangastað til aðgerðar.
Bjarni Torfason Yfirlæknir bendir á mjög réttilega að þegar talað er um sparnað skuli það gert með hagsmuni sjúklinga að leiðarljósi. Þetta er góður punktur hjá Bjarna og sjónarmið sem ekki er haldið nógu vel á lofti að mínu mati.

Ég fæ ekki betur séð en ríkisvaldið hafi litla stjórn á þeim niðurskurðarhníf sem beitt er á heilbrigðiskerfi þjóðarinnar.  Mér virðist skilningur þeirra stjórnmálamanna sem sinna málaflokknum á eðli heilbrigðisþjónustu lítill sem engin og skilningur þeirra á aðstæðum þeirra sem þarfast þjónustunnar enn minni. 
Ekki er ég sérfræðingur á þessu sviði en ég leyfi mér þó að fullyrða að niðurskurðartillögur eins og þær sem birtast í fjárlagafrumvarpinu séu svo vitlausar að annað hafi varla sést.
Við erum lítil eyþjóð og sem slík er okkur nauðsynlegt að hafa öfluga grunnþjónustu þannig að við getum sinnt flestu því sem þarf að sinna hér heima.
Ég er í sjálfu sér fylgismaður þess að sumar flóknar og áhættusamar aðgerðir séu betur komnar erlendis og eftir því sem ég best veit er málum þannig háttað í dag.

- Auglýsing-

Það er von mín að ráðamenn þjóðarinnar taki sönsum varðandi þennan óheyrilega niðurskurð og skili nýjum tillögum sem verði betur ígrundaðar og með hagsmuni sjúklinga að leiðarljósi. Það eru þeir sem allt snýst um eftir allt saman. Stöndum vörð um öryggi sjúklinga og miðum þjónustuna við þeirra þarfir.

Árósum 15.11.2010   

Björn Ófeigsson

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-