-Auglýsing-

Niðurskurður krefst aðkomu siðfræðinga

„Næstu niðurskurðarskref, vegna ársins 2011, verða miklum mun erfiðari en það sem við höfum séð hingað til,” sagði Álfheiður Ingadóttir í erindi á ráðstefnu um heilbrigðismál í gær og bætti við: „Þau munu krefjast mjög stífrar forgangsröðunar um það hverjir eiga að fá tiltekna þjónustu og hverjir ekki.”

Álfheiður sagði jafnframt að nauðsynlegar skipulagsbreytingar þýddu að loka þyrfti tímabundið fyrir tiltekna þjónustu á landsbyggðinni jafnt sem á höfuðborgarsvæðinu.

-Auglýsing-

Samtök atvinnulífsins stóðu fyrir ráðstefnu í gær þar sem glímt var við spurninguna um hvernig ná mætti hámarksárangri í heilbrigðismálum í ljósi niðurskurðar. Loka þarf 50 milljarða króna gati á fjárlögum næsta árs en heilbrigðismálin eru langstærsti útgjaldaliður ríkissjóðs.

Engar tölur liggja á borðinu um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu, enda fjárlagagerðin fyrir árið 2011 rétt að byrja.

- Auglýsing-

„Hins vegar tel ég að áherslur ríkisstjórnarinnar hvað varðar niðurskurð á milli málaflokka hafi ekki breyst,” segir Álfheiður.

Spurð út í forgangsröðun á fólki segir Álfheiður að slíkt verkefni verði gríðarlega erfitt og „krefjist þess jafnvel að kallað verði á siðfræðinga til að meta hvernig að slíku yrði staðið. Um þetta þarf sáttmála í samfélaginu.”

Á fjárlögum þessa árs er niðurskurðarkrafan í heilbrigðisþjónustunni fimm prósent en sjö prósent ef tekið er tillit til niðurskurðar í stjórnsýslunni. Krafan til menntamála er sjö prósent og tíu prósent á allt annað.

Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að niðurskurður af sömu stærðargráðu og á fjárlögum 2010 gæti þýtt fjöldauppsagnir á LSH eða að þjónusta sem nú þyki sjálfsögð verði aflögð.

Sólveig Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Læknafélagsins, lýsti á fundinum áhyggjum sínum af þróun mála.

„Staðan á öllum heilbrigðisstofnunum landsins er erfið, því miður. Í dag óttast ég að góður árangur síðustu ára haldist ekki þegar það þarf að skera svona mikið niður.”

Tvennt nefndi Sólveig: Flótti heilbrigðisstarfsfólks, sem er nú staðreynd, og fjársvelti LSH til tækjakaupa „sem mun leiða til þess að við munum dragast aftur úr í tækni og framleiðni”.

svavar@frettabladid.is

www.visir.is 19.03.2010

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-