-Auglýsing-

Ógnar ekki öryggi sjúklinga

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra segir að ef ekki hefði verið ráðist í skipulagsbreytingar á heilbrigðisþjónustunni hefði þurft að skerða þjónustuna verulega eða hækka gjöld á sjúklinga gríðarlega.  Ákveðið hafi verið að ráðast fremur í breytingar á skipulagi og rekstri. Ekkert sé gert sem ógni öryggi sjúklinga.

Ráðherrann hitti starfsfólk St Jósefsspítala á miklum hitafundi í gærkvöldi en hann segir málið  mjög tilfinningaþrungið.  Hann segir að þrátt fyrirr að aðstæður í þjóðfélaginu hafi breyst til hins verra og fólk sé meðvitað um stöðuna, þá verði fólk mjög gagnrýnið og tilfinningasamt þegar hlutirnir snúi beint að því sjálfu.

-Auglýsing-

Hann segir að starfsfólk St Jósefsspítala fái tækifæri til að sinna störfum sínum áfram annars staðar. Vinnuhópar með fagfólki  séu að störfum til að útfæra þessa hluti um allt land. Reynt verði að halda uppi nær óbreyttri þjónustu og útgangspunkturinn sé að ógna ekki öryggi sjúklinga. Þessi leið hafi orðið fyrir valinu meðal annars vegna þess. Hún geri hinsvegar þær kröfur til fólks að það sé samvinnuþýtt.

Sjá nánar á MBL sjónvarpinu hér

www.mbl.is 09.01.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-