Nú á dögunum var slökkviliði Hveragerðis fært veglegt hjartastuðtæki að gjöf. í tilkynningu frá slökkviliðinu kemur fram að aðili sem ekki vildi láta nafns síns getið hafi gefið liðinu tækið. En slökkviliðsmenn vilja koma á framfæri miklum þökkum til viðkomandi aðila.
„Gjöfin er slökkviliðinu mikils virði og er frábær viðbót við mikinn og veglegan tækja og sjúkrabúnað slökkviliðsins. Tækið mun auka öryggi slökkviliðsmanna sem oft á tíðum vinna við mjög erfiðar og hættulegar aðstæður sem og auka öryggi almennings, en slökkviliðið sinnir meðal annars björgun úr bílflökum og öðrum björgunarstörfum vegna elds og annarra hamfara,” segir ennfremur.
-Auglýsing-
www.visir.is 15.06.2008
-Auglýsing-