-Auglýsing-

Dregur úr hjartaþræðingum hjá karlmönnum eftir reykingabann

Verulega hefur dregið úr hjartaþræðingum hjá karlmönnum vegna alvarlegra kransæðaverkja eftir að reykingabannið tók gildi. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn. Margt bendir til þess að óbeinar reykingar gætu haft skaðlegri áhrif á karla en konur.

Rannsóknin var kynnt á lyflæknaþingi í byrjun júní en að henni stóðu þeir Þorsteinn Viðar Viktorsson, Karl Andersen og Þórarinn Guðnason hjartalæknir.

-Auglýsing-

Rannsóknin stóð frá 1. janúar á síðasta ári til 31. október eða fimm mánuði fyrir og eftir að reykingabannið tók gildi. Þáttakendur voru allir sjúklingar á Íslandi sem ekki eru reykingamenn og gengust undir kransæðaþræðingu vegna óstöðugs kransæðasjúkdóms á tímabilinu.

Í niðurstöðum rannnsóknarinnar kemur fram að á tímabilinu fyrir reykingabannnið fengu 157 karlar óstöðugan kransæðasjúkdóm en 49 konur. Mánuðina eftir að reykingabannið tók gildi fengu hins vegar 124 karlar óstöðugan kransæðasjúkdóm en 48 konur.

„Það virðist vera að ef við berum saman tímabilið fyrir reykingabann og eftir reykingabann þá sjáum við greinilega að hjá karlmönnum þá minnkar tíðni alvarlegs kransæðasjúkdóms sem þarfnast hjartaþræðingar um 21 prósent,” segir Þórarinn Guðnason.

Þórarinn útilokar ekki að breytingin kunni að skýrast af árstíðarbundinni sveiflu. „Við getum ekki fullyrt að þetta sé út af reykingabanninu en ef við horfum til erlednra ríkja þar sem þetta hefur verið skoðað talsvert þá sérstaklega varðandi hjartaáföll þá er þetta alveg í línu við þær niðurstöður.”

- Auglýsing-

En hvers vegna lækkar ekki tíðnin meira hjá konum? „Hugsanlega gæti skýring legið í því að karlar fá kransæðasjúkdóm yngri og yngri karlar eru kannski meira útsettir fyrir óbeinum reykingum til dæmis á veitingastöðum heldur en eldri konur,” segir Þórarinn.

www.visir.is 16.06.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-