BREYTINGAR á mataræði þurfa ekki að vera stórvægilegar til að hafa áhrif til góðs á magn kólesteróls í blóðinu. Á vefsíðu bandarísku heilbrigðisstofnunarinnar MayoClinic eru fimm fæðutegundir sagðar geta gert gæfumuninn hvað þetta varðar, jafnvel svo að fólk geti sleppt lyfjagjöf.
Fimm fæðutegundir gegn kólesteróli
1. Haframjöl og hafrar: Haframjöl inniheldur uppleysanlega trefja sem lækkar hið svokallaða vonda kólesteról í blóði. 1 1/2 bolli af soðnu haframjöli inniheldur 6 g af trefjum.
-Auglýsing-
2. Valhnetur og möndlur: Rannsóknir hafa sýnt að valhnetur draga greinilega úr magni kólesteróls í blóðinu.
- Auglýsing-
3. Fiskur og omega-3-fitusýrur: Feitur fiskur er góður fyrir kólesterólið vegna magns omega-3-fitusýra. Ráðlagt er að borða fisk a.m.k. tvisvar í viku.
4. Ólívuolía: Olían er mjög rík af andoxunarefnum sem lækkar vonda kólesterólið en hreyfir ekki við góða kólesterólinu.
5. Fæða með plöntustanóli eða -steróli: Viðbætt plöntusteról- og -stanól, eins og í mjólkurdrykknum Benecol, lækkar kólesteról.
Morgunblaðið 04.06.2008
-Auglýsing-