Ekki hefur komið til umræðu í heilbrigðisráðuneytinu að hlutafélagavæða Landspítalann. Svo segir í svari Guðlaugs Þórs Þórðarssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Valgerðar Sverrisdóttur, varaformanns Framsóknarflokksins.
Fram hefur komið í fréttum að Vilhjálmur Egilsson, formaður sérstakrar tilsjónarnefndar spítalans sem ætlað er að leggja til nýja rekstrarstefnu, vilji skoða hvort gera eigi Landspítalann að opinberu hlutafélagi. Nefndin hefur hins vegar ekki tekið ákvörðun um neitt slíkt.
Valgerður lagði fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra á Alþingi þar sem spurt var hvort ráðherra hefði áform um að hlutafélagavæða Landspítala. Svar ráðherra var stutt: „Málið hefur ekki komið til umræðu í heilbrigðisráðuneytinu.”
www.visir..is 27.05.2008