-Auglýsing-

Fimm endurlífganir farið fram án lækna

Tíu vikur eru síðan læknar hættu að fara í útköll með sjúkrabílum. Reynslan er sögð góð en erfitt hefur verið að manna slysa- og bráðadeild Landspítalans. Fimm endurlífganir hafa farið fram án lækna.

Reynsla af nýju fyrirkomulagi sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu hefur gengið vonum framar samkvæmt skýrslu sem kynnt var á föstudaginn.

-Auglýsing-

Með fyrirkomulaginu, sem tók gildi 17. janúar síðastliðinn, eru sjúkrabílar ekki lengur mannaðir læknum. Var það nokkuð gagnrýnt af þeim sem óttuðust að með þessu væri verið að skerða þjónustu við sjúklinga og jafnvel taka óþarfa áhættu með líf fólks.

Þá sögðu nokkrir læknar á slysa- og bráðamóttöku Landspítalans upp störfum vegna óánægju með breytingarnar og samráðsleysi við undirbúning þeirra.

Í skýrslunni segir að deildin hafi átt í nokkrum vandræðum með mönnun á tímabilinu. “Við höfum gengið í gegnum ákveðið erfiðleikatímabil,” segir Már Kristjánsson, sviðsstjóri lækninga á slysa- og bráðadeild Landspítalans. Komið hafi fyrir að enginn læknir hafi getað farið á vettvang og þá sé læknir á bráðamóttöku í talstöðvarsambandi við bráðatækna á vettvangi.

Á þeim tíu vikum sem liðnar eru frá því breytingarnar tóku gildi hafa fimm endurlífganir farið fram þar sem læknir var ekki boðaður og er skýringin sögð vandræði deildarinnar með mönnun lækna.

- Auglýsing-

Í niðurstöðum skýrslunnar segir að þrátt fyrir ýmsa smávægilega hnökra hafi breytingin ekki haft áhrif á gæði þjónustunnar. Þær hafi leitt til talsverðrar fækkunar tveggja bíla útkalla og læknir fari nú í um 5 prósent fjölda þeirra útkalla sem var fyrir breytingu. Þá hafi 27 af 28 útköllum læknis verið vegna endurlífgunar. Eru tilfellin fimm, þar sem fæð lækna á vakt á slysa- og bráðadeild kom í veg fyrir að læknir kæmist í útkall, þar undanskilin.

Már segir ákvörðun um breytingar á fyrirkomulagi sjúkraflutninganna hafa verið tekna vegna grunsemda um að það væri ekki alltaf þörf á lækni. Í ljós hafi komið að í þremur til fjórum tilfella á viku þurfi sannarlega á lækni að halda í útköllum sjúkrabíla.

Jón Baldursson, yfirlæknir á slysa- og bráðadeild, segir takmarkað gagn af því að skoða tíu vikur. Auðvitað hefði ýmislegt komið í ljós, “en við höfum ekki rekið okkur á neina alvarlega hnökra”.

Björn Zoëga, starfandi forstjóri Landspítalans, segir að orðið hefði ákveðinn sparnaður vegna breytinganna en slíkt hefði ekki verið forsendan. Hann segir það eðli heilbrigðisstarfsmanna að vera íhaldssamir en nauðsynlegt hefði verið að þora að taka skrefið. Áfram verði fylgst með áhrifum breytinganna.

olav@frettabladid.is

Fréttablaðið 25.05.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-