-Auglýsing-

Vaktakerfið dregið til baka

Skurð- og svæfingahjúkrunarfr. á LSH munu draga uppsagnir sínar til baka og yfirstjórn sjúkrahússins hefur fallist á að fyrirhugaðar breytingar á vaktafyrirkomulaginu taki ekki gildi og að núverandi fyrirkomulag gildi til 1. maí 2009.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum mbl.is náðist samkomulag fyrir skömmu og mun verða skipuð nefnd sem á að finna leið til að að laga vinnutíma hjúkrunarfræðinganna að vinnutímatilskipun ESB og á sú nefnd að skila niðurstöðu fyrir næstu áramót.

-Auglýsing-

Í tilkynningu frá yfirstjórn LSH segir: „Vinnuhópurinn skal  skipaður einum skurðhjúkrunarfræðingi og einum svæfingahjúkrunarfræðingi og tveimur einstaklingum tilnefndum af stjórnendum spítalans auk oddamanns sem heilbrigðisráðherra tilnefnir.”

Skurðstofur reknar með eðlilegu móti 
Björn Zöega forstjóri LSH sagði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins að mikill meirihluti hjúkrunarfræðinganna hafi þegar dregið uppsagnir sínar tilbaka og að skurðstofurnar yrðu reknar áfram með eðlilegu móti.

- Auglýsing-

Samstaðan skilaði árangri 
„Allt er gott sem endar vel og það var samstaðan sem skilaði okkur þessum árangri,”sagði Erla Björk Birgisdóttir trúnaðarmaður skurðhjúkrunarfræðinga við blaðamann Morgunblaðsins að loknum samningaviðræðunum við yfirmenn LSH og heilbrigðisráðherra fyrir skömmu.

www.mbl.is 30.04.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-