-Auglýsing-

Actavis innkallar algengt hjartalyf á Bandaríkjamarkaði

Actavis Group hefur þurft að innkalla allar sendingar sínar af algengu samheitahjartalyfi, Digitek, á Bandaríkjamarkaði vegna þess að virkt efni í töflunum er allt að tvöföldum styrkleika.

Bandaríska dagblaðið Philadelphia Inquirer og fleiri bandarískir fjölmiðlar skýra frá þessu í dag. Fram kemur að þó nokkur dæmi séu um að fólk hafi veikst eða slasast í tengslum við töku lyfsins. Lyfinu er dreift í Bandaríkjunum á vegum Mylan Laboratories Inc. undir merkjum Bertek og UDL, samkvæmt tilkynningu sem birtist á vef FDA, bandaríska matvæla og lyfjaeftirlitsins á mánudaginn.

-Auglýsing-

Actavis hefur fengið 11 tilkynningar um aukaverkanir af lyfinu á einu ári, en sumar þeirra eru hugsanlega ótengdar þessu máli, að sögn John LaRocca, lögmanns hjá Actavis.

Virka efnið í Digitek kallast digitalis og er unnið úr fingurbjargarblómi, sem hefur verið notuð gegn hjartakvillum síðan á 18. öld.

Nokkur fyrirtæki selja samheitalyf með þessu virka efni, til notkunar gegn hjartabilun og óreglulegum hjartslætti. Of stórir skammtar geta valdið aukaverkunum hjá fólki með nýrnabilun, svo sem ógleði, uppköstum, lágum blóðþrýstingi, hægum hjartslætti eða dauða, samkvæmt FDA.

“Engin alvarleg tilfelli hafa verið tilkynnt til okkar” segir LaRocca. Aukaverkanir sem tilkynntar hafi verið séu frá því að lyfið virki ekki úti það að fólk segist hafa orðið andstutt.

- Auglýsing-

Hann vildi ekki fara út í hugsanlegar ástæður fyrir því að of mikið af virku efni var í töflunum frá Actavis.

Í fréttinni kemur fram að Actavis sé íslenskt samheitalyfjaframleiðslufyrirtæki sem  milljarðamæringurinn Björgólfur Thor Björgólfsson og Novator fjárfestingafélag hans hafi tekið yfir í júlí í fyrra. Jafnframt kemur fram að Mylan sé stærsta samheitalyfjafyrirtæki í Bandaríkjunum.

Bandaríkin eru stærsta einstaka markaðssvæði Actavis með um þriðjung af heildarsölunni. Það er nú fimmta stærsta samheitalyfjafyrirtæki Bandaríkjanna, mælt í sölu, og varð til á síðustu þremur árum kaupum og sumruna fyrirtækjanna Abrika Pharmaceuticals, Amide Pharmaceuticals og bandarískum samheitaarmi Alpharma Inc.

www.eyjan.is 30.04.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-