-Auglýsing-

Treystir stjórnendum til að ákveða að sjúkrabílar séu læknalausir

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, segist treysta faglegum forsvarsmönnum til að stýra Landspítalanum og gerir enga athugasemd við þá ákvörðun að hætta að láta lækna starfa í neyðarbílnum á höfuðborgarsvæðinu. Guðlaugur vísar því á bug að með breytingunni sé öryggi sjúklinga teflt á tæpasta vað og nefnir í því sambandi að landlæknir hafi tjáð sig um málið og telji að hún dragi ekki úr öryggi, heldur þvert á móti.

Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður VG, spurði ráðherrann um afstöðu til málsins en breytingin tók gildi í dag og eru sjúkrabílar nú einungis mannaðir bráðatæknum en læknar verða sendir á staðinn í sérstökum bílum sé þess þörf. Kolbrún vitnaði til orða Bjarna Þórs Eyvindarsonar, sem var einn læknanna á sjúkrabílum, um að bráðatæknar gætu hvorki gefið lyf, svæft sjúklinga né barkaþrætt þá og því ykjust líkur á alvarlegum heilaskaða. Kolbrún spurði hvort ráðherrann teldi 30 milljóna króna sparnað í bókhaldi Landspítalans þess virði að auka þessa áhættu og spurði hvort ráðherrann sæi fyrir sér möguleika á breytingin leiddi til aukinna útgjalda á auknum póstum, t.d. í meðferð heilaskaðaðra.

Guðlaugur sagði það ábyrgðarhluta hjá Kolbrúnu að halda því fram að teflt væri á tæpasta vað með breytingunum, stjórnendur færu ekki út í slíkar aðgerðir enda sinni þeir starfi sínu vel. Þá minnti hann á að landlæknir hefði lýst því yfir í fjölmiðlum að breytingin drægi ekki út öryggi. Kolbrún sagði svör ráðherrans loðin og sagði að gagnrýnin á breytinguna væri faglegs eðlis og kæmi frá læknum sem gjörþekktu málið. Eðlilegt sé að heilbrigðisráðherra svari því hvernig það geti verið forsvaranlegt að fara í sparnaðaraðgerðir sem mögulega geti teflt öryggi sjúklinga í tvísýnu.

www.eyjan.is 17.01.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-