Leið sem Bretar íhuga nú til að fjölga líffæragjöfum hefur ekki hugnast íslenskum stjórnvöldum, segir Sveinn Magnússon, formaður nefndar heilbrigðisráðherra, um líffæraígræðslur.
Bretar íhuga að breyta lögum þannig að fólk þurfi að geta þess sérstaklega vilji það ekki gefa líffæri. Nýverið bárust þær fregnir frá Bretlandi að þarlend stjórnvöld íhuguðu að breyta reglum um líffæragjafir. Þar líkt og að Íslandi þarf fólk að hafa gefið vilja til líffæragjafar í ljós til að hægt sé að nýta líffærin til ígræðslu, liggi afstaðan ekki fyrir eru ættingjar spurðir. Það er til mikils að vinna að fjölga líffæragjöfum.
Skortur er á líffærum í öllum löndum, sjúklingar þjást meðan þeir bíða eftir líffærum og í sumum löndum bregða fátækir á það ráð að selja úr sér líffæri. Sveinn Magnússon segir Íslendinga standa vel að vígi miðað við aðrar þjóðir í Evrópu. Löggjöf um ætlað samþykki sé ekki besta leiðin til að fjölga líffæragjöfum.
www.ruv.is 16.01.2008