-Auglýsing-

Neyðarbílar: Súrefnisskortur vís

Bráðatæknar, sem eiga að manna neyðarbíl Landspítalans frá og með morgundeginum í stað lækna, mega ekki þræða súrefnisslöngu um barka sjúklinga án leiðsagnar læknis. Breytingin getur leitt til þess að fleiri verði fyrir heilaskaða vegna súrefnisskorts, segir læknir á slysa- og bráðadeild.

Í desember ákvað yfirstjórn Landspítalans að reyna að spara peninga með því að flytja lækna úr neyðarbílnum svokallaða og inn í sjúkrahúsið en láta bráðatæknum eftir að sinna alvarlegum sjúkraútköllum. Læknarnir sem starfa á neyðarbílnum eru mjög ósáttir við þetta og mun um helmingur þeirra hætta störfum eða fara í frí af þessum sökum á næstunni.

12 til 14 læknar skipta með sér vöktum á neyðarbílnum. Fyrir hópnum fer Bjarni Þór Eyvindsson deildarlæknir. Hann segir að þessi tilraun til að spara 30 milljónir árlega sé dæmd til að mistakast.

Gleymst hafi að taka með í reikninginn að spítalinn fái tekjur fyrir þjónustuna og þurfi eftir sem áður að leggja í kostnað til að manna bíl til að keyra lækna í alvarlegustu bráðaútköllin. Þá muni aukinn kostnaður leggjast á slökkviliðið.

Bjarni segir að verið sé að tefla á tæpasta vað með öryggi sjúklinga. Sem læknir treysti hann sér ekki til að bera ábyrgð á bráðameðferð í gegnum síma.

www.ruv.is 16.01.2008

- Auglýsing-

 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-