-Auglýsing-

Landlæknir með neyðarbílabreytingu

Landlæknir er hlynntur því að bráðatæknar sinni sjúklingum í neyðarbílum en ekki læknar. Hann telur að með þessu sé stigið rétt skref í nýtingu heilbrigðisþjónustu. Læknir verður kallaður út sé þörf á, segir sviðsstjóri á Landspítalanum.

Á morgun hætta læknar að sinna sjúklingum í neyðarbílum. Þess í stað sinna bráðatæknar sjúklingunum. Már Kristjánsson, sviðsstjóri lækninga á bráða- og slysasviði Landspítala, segist hafa fulla trú á því að bráðatæknar geti sinnt sjúkum í flestum tilvikum enda hafi verið unnið markvisst að menntun þeirra undanfarin ár.

-Auglýsing-

Þá segir Már að verkferlar hjá Neyðarlínunni, sem leiðbeini á vettvangi, leiði til skjótra viðbragða og hann bendir á að til standi að nýta þriðju kynslóðar tækni farsíma þannig að læknir á neyðarmóttöku geti skoðað lífsmörk og hjartalínurit áður en komið er með sjúklinginn á neyðarmóttökuna. Innan tíðar verði hægt að senda hreyfimyndir af vettvangi með sömu tækni.

Már segir að farið verði reglulega yfir öll útköll og komi í ljós að þörf sé á að breyta fyrirkomulaginu verði það endurskoðað. Í bréfi sem landlæknir sendi Landspítala í dag kemur fram að hann telur að með breytingunum sé stigið rétt skref í bættri nýtingu á heilbrigðisþjónustu, án þess að séð verði að öryggi sjúklinga sé stemmt í hættu, nema síður sé.

www.ruv.is 16.01.2008

 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-