Það sýnir sig aftur og aftur að fimm skammtar úr grænmetis- og ávaxtaríkinu lengja lífið og draga úr sjúkdómslíkum.
Nýleg bresk rannsókn hefur leitt í ljós að laukur, epli, te og rauðvín innihalda svokölluð flavóprótín sem minnka líkur á hjartasjúkdómum, en í þessum fæðutegundum finnst flavóprótínið kversetín (quercetin) sem hægir á þykknun slagæða, sem smám saman veldur alvarlegum kvillum í hjarta og æðum.
-Auglýsing-
Eldri rannsóknir höfðu sýnt að kversetín fer hratt í gegnum meltingarveginn, en finnst annars ekki í blóði manna. Því vildu rannsakendur nú einbeita sér að þessu efnasambandi eftir að maðurinn hefur neytt þess, melt það og umbrotið yfir í blóðrásina, og í ljós kom fyrrgreindur árangur.
fréttablaðið 06.11.2007
-Auglýsing-